HIIT æfingar eru fullkomnar fyrir þá sem hafa lítinn tíma en vilja samt ná að taka góða æfingu! HIIT stendur fyrir “high intensity interval training”…Intervalþjálfun (lotuþjálfun) er þegar við náum púlsinum upp og niður til skiptis með breyttri ákefð og álagi. Þetta form þjálfunar er ein hraðvirkasta leiðin til þess að auka þol og brenna fitu, þú nærð einnig fram miklu meiri eftirbruna (brennslan sem á sér stað eftir æfinguna) heldur en ef þú myndir taka rólegt skokk á jöfnum hraða í 30 mín! 😉
Hægt er að leika sér með interval lotur og skipta þeim upp eins og hentar hverjum og einum. Hér eru nokkur dæmi…

 • vinna í 20 sek, hvíla í 10 sek
 • vinna í 40 sek, hvíla í 20 sek
 • vinna í 45 sek, hvíla í 15 sek
 • vinna í 60 sek, hvíla í 30 sek

  20 mín HIIT æfing sem hægt er að gera hvar sem er!
  1. Squat Jumps
  2. Mountain Climbers
  3. Walking Lunges
  4. Russian Twist
  5. Side Lunges
  6. Twist Plank
  7. Jumping Jacks
  8. Plank
  9. Burpees
  10. Jack Knife Sit up

  Tvær umferðir…vinna í 45 sek, hvíla í 15 sek!


  XXX

  HELENA RÚNARS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *