Ég elska að ferðast, hata að fljúga, en elska að ferðast. Fara til nýrra landa, aftur og aftur til þeirra staða sem ég elska, borða góðann mat, versla, upplifa nýja menningu, labba um göturnar (svo lengi sem fætur leyfa), borða aðeins meira, eyða öðrlítið meiri pening, kynnast nýju fólki og koma svo aftur heim full af orku – uppgefin – en full af orku, og spennu yfir liðinni ferð og tilhugsuninni um þá næstu.

Ég er svo heppin að kærastinn minn er alveg eins, mínus þetta með að fljúga, honum finnst það æðislegt. Við ferðumst því mjög reglulega, og erum líka orðin ágætlega góð í að plana ferðir án þess að þurfa að eyða aleigunni í hótel og flug, því oft þarf maður bara að vita hvar maður á að leita (allavega ef maður býr ekki á íslandi).

Ég fékk áminningu á Facebook í dag að það er komið eitt ár frá því að við vorum í Barcelona. Þetta var í annað skipti fyrir mig, en fyrsta skipti fyrir hann. Bæði tvö 100% viss um það verður ekki seinasta skiptið. Mikið sem ég elska þessa borg! Top 3 uppáhalds borgin mín ásamt New York og París.

Í tilefni af þessari skemmtilegu áminningu datt mér í hug að deila nokkrum myndum úr ferðinni okkar af þessari fallegu borg ef það er einhver þarna úti í vafa um hvort þeir eigi að heimsækja borgina eða ekki.

photo-8

Labba um götur Barcelona <3

photo-1

Útsýnið frá Park Guell

photo-6

Krönuts til þess að hlaða batteríin

photo-7

Útsýnið frá uppáhalds rooftop barnum mínum í hjarta Barcelona!

photo-14

W Hotelið er eitt af mínum uppáhalds hótelum – Sötra cocktaila við sundlaugina með strandlengjuna fyrir framan sig er ótrúleg afslöppun

photo-3

Að sitja í tröppunum og horfa á ótrúlega sýningu við Magic Fountain Montjuic – Þeir spila Disney lög og önnur lög við frábæra lita sýning í gosbrunninum – við vorum eins og lítil börn !

Myndirnar eru allar af instagraminu mínu og ykkur er velkomið að fylgja mér þar:

@rebeinars

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *