Nú er verslunarmannahelgin að nálgast óðfluga og eflaust allir búnir að ákveða hvert skal halda ( ef eitthvert) og hvað skal gera!

Ég tók saman 5 hluti sem eru MUST HAVE í snyrtiveskið fyrir verslunarmannahelgina – sérstaklega ef planið er að vera í tjaldi eða gista úti!

NO 1

cc

CC kremið frá Loréal er mitt uppáhalds og hef ég notað það í alveg 2 ár held ég! Ég nota oftast græna sem er anti-redness vegna þess að ég er með svolítinn roða í húðinni svo hann hverfur þegar ég nota þetta litaleiðréttandi krem. Þetta er í rauninni bara litað dagkrem sem gefur manni fallegan ljóma og semi dewy skin.

NO 2

NIVEA-WipesRefreshing

Það er alltaf gott að hafa makeup remover klúta við höndina – sérstaklega eftir langt kvöld (og nótt). En það þarf að huga vel að húðinni þótt maður sé í útilegu og um að gera að fjarlægja farðann af áður en maður fer að sofa með wipes! Þeir eru líka góðir bara til að hafa við höndina þegar það er ekki rennandi vatn nálægt og maður er með eitthvað subb.

NO 3

10528860-1372432881-480753

Vatnsheldur maskari! Möst í útileguna ef maður er að fara að mála sig – á Íslandi er allra veðra von!

NO 4

reykjahlid_socks_product

Ok ég viðurkenni að þessir eiga ekki beint heima í snyrtitöskunni – EN ef þér er kalt á tánum þá verður þér kalt allstaðar! Þessir væru fullkomnir í hvaða útilegu sem er!

NO 5

Label M Brunette Dry Shampoo-p

Label M þurrsjampó! Algjör snilld og til fyrir bæði dökkhærða og ljóshærða! Bjargar manni þegar maður kemst ekki í sturtu aaalveg strax en hárið þarf björgun!

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *