Ég var eilítið segja frá  Lush vörum á snappinu mínu áðan og fannst tilvalið að endurbirta gamalt blogg (sem að var gjafaleikur fyrr í sumar) með þeim vörum sem að ég hef keypt í mörg ár. Hægt er að sjá þá færslu hér Fyrir nokkrum dögum fór ég í Lush hérna í Valencia, þar sem ég bý og verslaði mér ýmislegt úr jólalínunni þeirra og mun koma blogg með þeim vörum á komandi dögum. Enda eru það SKEMMTILEGGUSTU vörurnar. Lush sendir til Íslands og getið þið fundið linkinn á síðunni þeirra neðst í þessari færslu <3

Þeir sem að hafa fylgst með mér á Snapchat lengur en í 15 mínútur vita að ég er forfallinn aðfáandi Lush. Að labba inn í Lush búð er eins og að labba í gegnum sápukúlu ský. Enda ef þú tekur einn hring inn í búðinni þá finna allir sykurpúða lyktina af þér alla leið út í Grímsey. Ég hef nú aldrei komið í Grímsey. En það er svolítið mín myndlíking.  

Ég veit ekki hvort þið séuð enn að fylgja mér. En ef þið hafið ekki lesið á milli línanna þá elska ég Lush. Ég var í Stokkhólm á vor og vippaði mér þar inn í 1-2 eða 4 Lush verslanir og verslaði mér ALLT sem að mig langaði í og vantaði núll. 

2016-05-06-14-19-34

ULTRABLAND

Er markaðssettur sem hreinsir fyrir húðina. En ég nota þetta í ALLT. Þessi vara er eins og smjör. Ég sjálf með blandaða til olíukennda húð og finnst þessi vara henta mér fullkomlega þrátt fyrir það. Ég tek smá klípu úr dollunni maka framan í mig og tek svo rakt handklæði og þurrka af farðann. Mér finnst líka kósy að bera þetta á mig eins og krem áður en ég fer í sturtu og leyfi þessu vera á meðan ég sturta mig og þurrka svo af. Þá verður húðin einstaklega mjúk. Einnig nota ég þetta sem varasalva og þetta er algjör björgun þegar húðin á olnboganum á mér á það til að þorna upp. Þetta er því sannkölluð multi task vara.

OCEAN SALT

Skrúbbur fyrir andlit og líkama. En ef þú ert með mjög viðkvæma húð í andliti myndi ég fara rólega í þennan. Ég hef notað þennan frá því að ég man eftir mér og finnst hann æðislegur 1-2 viku til að djúp skrúbba andlitið mitt. Hann inniheldur avakadó og kókoshnetu til að gefa raka og lime sem að hreinsar húðina og gefur henni ferkslegt yfirlit.

MASK OF MAGNAMINTY

Þarf ekki að kynna fyrir aðdáendum Lush. Þetta er minn uppáhalds maski EVER fyrir andlit og bak. Lýst á síðunni þeirra sem kínverskum leir marska með ferskri piparmyntu sem djúphreinsar húðina. Þennan mun ég alltaf kaupa aftur!

ANGELS ON BARE SKIN

Leir andlitshreinsir sem er blandað saman við vatn til að hreinsa andlitið. Með lavander, möndlum og rósarvatni sem er fullkomin blanda til að ná hreinni húð en halda niðri roða og gefa henni smá glóa.

HÆGT ER AÐ VERSLA LUSH VÖRUR Í GEGNUM UK SÍÐUNA OG SENDA ÞEIR TIL ÍSLANDS OG BORGAÐUR ER SVO TOLLUR HÉR Á LANDI. Pantið hér!

Einnig ætla ég að sýna mínar uppáhalds vörur á snapchat þið finnið mig þar —>

Snapchat: hrefnalif

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *