Ég klikkast hvað mér finnst nýja Drangajökuls úlpan frá 66°Norður falleg! Ég er búin að vera að svipast um eftir nýrri og klassískri, en góðri vetrar úlpu í ótrúlega langann tíma, en hef ekki séð neitt sem heillar augað hingað til. Um daginn rakst ég svo á þessa fyrir algjöra tilviljun á Instagram reikningnum hjá fyrirtækinu og ég er in love! Þar sem hún kostar svolítið margar krónur (ásættanlegt fyrir gæðin) að þá þori ég ekki að kaupa mér hana á netinu, en ættla að gera 66 að fyrsta stoppi í Reykjavík þegar ég fer heim til Íslands um páskana!

(Myndirnar fékk ég af heimasíðu 66 Norður – Færslan er ekki kostuð)

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *