Fimm 90’s trend sem ég er að fíla að séu komin aftur í tísku.

Ég var að taka upp úr ASOS sendingu sem ég var að fá sem var með miklu 90’s ívafi svo mig langaði að skrifa um nokkur 90s trend sem ég er að fíla að séu komin aftur í tíksu.

 

 1. The slip dress / spagetti kjólinn

  Í mestu uppáhaldi hjá mér er “the slip dress” eða kjóll með spaghettý hlírumr. Þetta look minnir mig lang mest á Rachel í friends eða bíómyndina Clueless og ég hef rosalega gaman að því að sjá að þetta trend koma aftur.

  Flottast finnst mér þessi basic svarti kjóll með hvítum eða röndóttum stuttermabol undir. En svo er silki bleikur kjóll og hvítur hlírabolur undir ótrúlega flott líka, við aðeins fínna tilefni.

   

 2. Overalls / Smekkbuxur

  Overalls / smekkbuxur eru í öðru sæti hjá mér og mér finnst þær bæði svo krúttlegar og töff á sama tíma, ef það er hægt. Mér finnst þær lang flottastar þegar þær eru soldið loose og jafnvel með aðra eða báðar hlírar niðri.

  Ég er að fíla svartar og hvítar lang mest en svo finnst mér leður smekkbuxur líka alveg geðveikrar, síðar eða stuttar, ég er að fíla bæði. Smekkbuxurnar minna mig á góða tíma.


 3. Chokers

  Chokers eða mellubönd eins og sumir kalla þau er í þriðja sæti. Það er eitthvað algjört choker æði í gangi núna og er önnur hver stelpa með choker í dag en ég er aðalega fíla hvað maður er að sjá þá svo ótrúlega fjölbreytta.

  Ég held samt lang mest upp á þennann basic plast choker sem maður var með þegar maður var lítill, ég fæ svo mikla nostalgíu tilfinningu við að vera með hann. Svo finnst mér líka flott þegar maður er að skarta nokkrum í einu.

   

 4. Kringlótt sólgleraugu

  Ég er búin að sjá svo ótrúlega mörg flott Kringlótt sólgleraugu upp á síðkastið og finnst mér mig vanta miklu fleirri þannig gleraugu í safnið mitt.

   

 5. White sneakers / Strigaskór

  Stigaskórnir eru komir sterkir inn aftur og tek ég því fagnandi að gefa fótunum smá hvíld í þægilegum strigaskóm. Adidas og New Balance strigaskórnir eru vinsælir, einnig strigaskór með frönskum rennilás og platform strigaskór. Mér finnst það einstaklega flott þegar þægilegir og afslappaðir striaskór eru paraðir við eitthvað meira fancy outfit eins og fínann kjól eða leðurbuxur.

   

  NAFN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *