Jæja, hvernig kem ég mér að orði.

Ég hef hugsað lengi um þennann póst en ekki alveg beint vitað hvernig ég ætti að koma þessu öllu frá mér, en nú reynum við á þetta.

Í gegnum mest alla skólagönguna mína, eða svo mikið sem ég man eftir, hefur mér aldrei fundist ég fitta almennilega inn. Ekki það að útlitslega eða hegðunarlega hafi ég neitt verið öðruvísi, en þó kannski hugarfarslega.

Frá byrjun barnaskóla var eins og kennarar og foreldrar voru fljótir að mynda lítil tveggja manna „klön“ fyrir börnin sín – það var alltaf Sigga og Jóna eða Tommi og Maggi, aldrei mátti stígja þessum tveggja manna klönum í sundur. Þeir sem ekki voru Alex oooog ?? fengu því bara að sigla einir á báti án frekari leiðbeininga frá þeim sem umgengust mann mest, kennararnir.

Að reyna að verða þriðja hjólið var enn erfiðara – Sigga, má ég koma heim með þér og Jónu í dag? Hið týpíska svar: Nei, það má bara koma ein heim með mér í dag.

Svona hélt þetta einhvernvegin áfram á mismunandi stigum þroska okkar barnanna – “klönin” urðu stærri og úr urðu vinkonu og vina hópar ….. fullir af „æsku-vinum“ // inn í þessa hópa komust ekki allir. Svona næstum eins og eini sénsinn væri að ganga í gegnum einhvað upptöku ferli bara til þess að komast inn í hálf yfirborðskennda vináttu sem enga framtíð átti sér, þá allavega fyrir mér.

Ég varð fljót að átta mig á því að í þessa hópa kæmist ég ekki. Enn þann dag í dag átta ég mig enn ekki á því hvað eiginlega varð til þess að fólk „fékk inngöngu“

Ekki misskylja mig þó – ég var ekki alltaf ein. Ég eignaðist vinkonur í smá tíma, vinkonur sem ég var með daglega og urðum voða fínar vinkonur, en einhvað varð til þess að þessi vinkonu sambönd héldust ekki – kannski voru þau það forced að þau voru nánast dauðadæmd strax frá byrjun? ég veit það ekki en einhvernvegin uxu þessi vinkonusamband í sundur með tímanum á eðlilegann hátt.

Ég leyfði þessu oftar en ekki að hafa áhrif á mig – sem barn brotnaði ég oft niður og sem unglingur í framhaldskóla ræddi ég þessi mál mikið við Mömmu mína sem hefur verið mín dyggasta vinkona í gegnum öll þessi ár og er enn. Eitt kvöldið fórum við Mamma á rúntinn á skaganum – svona á meðan hinir unglingarnir voru á rúntinum með sínum vinum, fór ég með mömmu. Við áttum langt og gott spjall, ég lýsti því fyrir henni hversu erfitt það var að fara í skólann, þá framhaldskólann, á hverjum degi – setjast í frímínútum fyrir framan næstu skólastofu til þess að bíða eftir næsta tíma. Ég óskaði þess oft að ég ætti mér mitt pláss við hringborðið hjá jafnöldrunum í sal skólans, bara til þess að fá að vera með. Mamma sagði mér að vera róleg – þolinmóð – minn tími muni koma. Hún sagði mér að þó framhaldsskóla árin væru skemmtileg og spennandi myndu sterkustu vinasamböndin þó alltaf myndast eftir þessi ár, þegar fólk fari að þroskast og átta sig á sínum lífs áherslum.

Mömmuráð eru jú alltaf best – Mamma hjálpaði mér í gegnum framhaldskólann. Sótti mig í frímínútum þar sem við saman fórum í smá rúnt svo ég ekki þyrfti að sitja ein. Í dag er ég svo ofsalega þakklát fyrir þessa bíltúra sem við Mamma tókum okkur – ætla þarna hafi ekki myndast besta vináttan?

mamma

Ég hugsaði til þess og ræddi það oft við Mömmu hvað mig hlakkaði til eftir Framhaldskóla, að komast jafnvel aðeins burt frá Akranesi – í einhvað stærra þar sem fjölbreytileiki fólksins í kringum mig væri meiri. Þar sem ég gæti á einlægann og eðlilegann hátt myndað vináttu. Ég ákvað að njóta þessara Framhaldskóla ára á mínum forsendum, gera það sem ég naut og taka þátt í þeim viðburðum sem ég hafði áhuga á og í gegnum það eignaðist margar kunningja konur sem verður alltaf gaman að þekkja til.

Eftir Framhaldskólann kom svo af því sem ég hefði beðið eftir – ég hélt áfram, svolítið út í óvissuna. Alveg óvænt flutti ég tveimur mánuðum eftir ákverðanatöku erlendis, til Aarhus. Ég fór í skóla og kynntisk helling af nýjum kunningjum, allskonar fólki, hvaðan af úr heiminum. Ég fékk vinnu þar sem ég kynntist enn meira fólki ….. og manninum mínum. Þar kynntist ég líka fyrstu alvöru vinkonu minni. Og í fyrsta skipti upplyfði hvernig er að eiga dygga vinkonu sem hægt er að ræða allt við, allt milli himins og jarðar. Vinkonu sem ég get treyst, hlegið með og verið 100% ég sjálf.

friends

Vinkonu sem var fyrir framan mig öll þessi ár – á Akranesi – í mínum framhaldsskóla. Við þurftum þó að koma alla leið til Danmerkur til þess að átta okkur á því að hér gæti verið dýrmæt vinátta.

Ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Ég veit að það eru hellingur af bæði stelpum og strákum sem upplifa það að eiga fáa sem enga „alvöru“ vini. Krakkar sem gráta vegna vanlíðan og spyrja sig hvort einhvað sé að þeim? Af hverju geta þau ekki eignast vini?

Ég vona að þessir krakkar lesi þessa færslu – sjái að það muni svo sannarlega koma að því að þið munið eignast ykkar vin eða vinkonu. Verið bara þolinmóð 🙂

f

KNÚS

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *