Núna hef ég små stund til þess að setjast niður og skrifa. Litla stúlkan mín liggur sofandi í rúminu sínu og strákurinn minn er í dekri hjá ömmu sinni og afa. Afhverju var ég svona heppin að geta eignast börn áreynslulaust? Vissir þú að eitt af hverjum sex pörum ættu erfitt með að eignast barn? Ófrjósemi er fáránlega algeng- en maður pælir kannski lítið sem ekkert í þessu því þetta er ekki að koma fyrir mann sjálfann.

Ég hef verið að skoða það nýlega að gerast egg-donor, eða eggjagjafi á íslensku, þetta er ekki nærri því eins flókið og ég hélt! Ég var viss um að þetta hefði áhrif á frjósemi mína seinna meir – en svo er ekki. Hversu magnað væri það að gera þetta fyrir gott fólk sem getur ekki átt börn en þráir það? Maður þarf ekki greiðslu fyrir það að gefa eitthvað sem maður á nóg af – en aðra vantar til þess að láta draum sinn rætast.

Eins og er þá er ég með Ylfu á brjósti – og vonast til þess að halda því áfram fram á næsta ár, en eftir það mun ég án efa fara í skoðun og láta athuga hvort ég sé ekki góður kandídat í eggjagjöf – ég á tvö heilbrigð börn og get ekki ímyndað mér sársaukann sem fólk hlýtur að upplifa við frjósemisvanda.

Ég mæli með því að áhugasamar kíki á þetta – HÉR er linkur sem geymir fróðleik um eggjagjöf og ferlið.

XX DRÍFA

12308643_10153322342152685_5137545208819385660_n

One comment

Reply

En dásamleg pæling hjá þer! Hef gefið tvisvar – bæði her og erlendis og það er alveg ótrúlega mögnuð tilfinning ❤️

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *