Jólin er sá tími árs sem ég elska allra mest.

Það er ekki maturinn, gjafirnar og allir viðburðirnir sem gera þennann Jólamánuð svo æðislegann, heldur samveran. Að kasta sér í sófann með börnunum í eina hrúgu og horfa á jólamynd saman- fyrir mér er Desember mánðurinn sem ég reyni að ná afslöppun. Þar sem við erum mikið heima, fjölskyldan saman og njótum félagsskaps hvers annars.

Á sumrin erum við á endalausum þeyting og nánast aldrei heima, niður á strönd, í miðbænum og á mismunandi leikvöllum í borginni. Desember mánuður er því heima við, þar sem við leyfum okkur að vera í náttfötum fram eftir degi um helgar og syngjum jólalög á morgnanna.

Margir eru svo fastir í stress hringrás – hamstrahjóli sem endar ekki fyrr en á morgni Nýársdags þegar veisluhöldunum er lokið og það rennur upp fyrir okkur að við gleymdum, enn og aftur, enn ein jólin í viðbót að bara njóta.

Að ætla vera þessi fullkomna húsmóðir sem bakar 15 sortir af smákökum, heimilið skreytt eftir fínustu uppstyllingar blöðum og föndur hugmyndir frá pinterest prófaðar hverja helgi með börnunum. Við þeytumst um allann bæ að finna hina fullkomnu gjöf fyrir stórfjölskyldu og vini, hjartað og hugurinn á að vera með í vali hvers gjafar þó hjartað geti gleymst í stressinu.

Það er hægt að njóta Jólatímans og hæga á stressinu. Það má skrúa niður á væntingum til sjálfs síns.

Núna er Desember rétt að byrja, margir eru farnir að skrifa niður langann JólaÞrifar lista, og einhverjar mæðurnar hamast við ákkúrat núna, í kvöld að föndra saman hinn fullkomna heimagerða aðventukransinn – viðburðardagatöl barnanna eru einn eitt púslið í Desemberstressið og næsta helgi þétt skipulögð með Jólaböllum, Hlaðborðum, Jólaveislum með vinum eða vinnufélögum

…. en líka að muna að baka piparkökubakstur, jólaföndur og svo framvegis.

Gerum okkur aðeins öðruvísi “To Do” lista þennann Desembermánuð.
Gerðu lista um 5 hluti sem þú villt muna eftir að njóta þessi Jólin. 5 hluti sem þú vilt gefa þér tíma í, “hugga” með – 5 hluti sem eru mikilvægir fyrir þig og þína vellíðan.

Í leiðinni og þú skrifar niður þennann lista tekur þú ÚT 5 hluti sem eru hreinir “stress faktorar” í venjulega Jólastressinu sem þú ætlar þér að reyna að sniðganga þessi Jólin.

Munum nú eftir að staldra við, loka augunum og taka Djúpann andadrátt. Munum eftir því mikilvægasta við Jólatímann – að njóta, vera góð hvert við annað og rétta út hjálparhönd þar sem þarf.
Munum að vera í núinu og njóta þennann tíma með þeim sem okkur þykir allra vænst um.

JÓLAKNÚS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *