Ég elska dúskahúfur og finnst alveg rosalega krúttlegt þegar börn eru með slíkar húfur.
Mig langar að sýna ykkur húfurnar sem dóttir mín hefur átt en ég ákvað að taka hvíta með gráum dúsk núna fyrir haustið.

    Það sem mér finnst svo sniðugt við þessar húfur er að það er hægt að smella dúsknum af. Þá er ekkert mál að þvo húfuna sér og þægilegt að taka dúskinn af þegar barnið til dæmis liggur í vagni eða í bílstólnum.

Þið getið séð úrvalið inná https://www.facebook.com/gkhufur/. Alls konar litir, bæði á húfunum sjálfum og dúskunum. Ótrúlega góð þjónusta og húfan er komin inn um bréfalúguna eftir 1-3 daga.

Mæli svo sannarlega með!

– Helga Sigrún –

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *