Þegar við eignuðumst son okkar komu tvö nöfn til greina en nafnið hans Baltasars var valið á fæðingardeildinni og 9 dögum seinna héldum við Bjarki nafnaveislu og opinberuðum nafnið hans með vinum og vandamönnum.

Ég fékk og fæ enn oft spurninguna afhverju léstu ekki skíra hann?

,,Langaði þig ekki að halda athöfn í kirkju?”

,,Viltu ekki að hann trúi á guð?”

Ég fann að sumum fannst þetta óþæginlegt og eiginlega svolítið ,,rangt”. Ég vil byrja á því að segja að ég hef ekkert á móti guði, kirkjunni eða kristinni trú. Ég fermdist sjálf (ekki beint á réttum forsendum, pakkarnir voru geðveikir) og er alin upp við að biðja bænirnar mínar áður en ég fór að sofa. En eftir þvi sem ég hef elst þá horfi ég öðruvísi á trúmál, er orðin gagnrýnari á heiminn og hugsa öðruvísi um hann.

Við einfaldlega létum ekki skíra son okkar því við viljum ekki velja trú fyrir hann. Ég vil að hann fái sjálfur að kynnast trúarbrögðum og finna það sjálfur hvað höfðar til hans og honum líður vel með. Ef hann vill fermast þegar hann er 14 ára þá er það sjálfsagt, svo lengi sem hann gerir sér grein fyrir því hvað það er og þá látum við skíra hann og munum skutla honum samviskusamlega í fermingarfræðslu á hans forsendum.

Þrátt fyrir að Baltasar hafi ekki verið skírður af presti þá var nafnaveislan sem við héldum yndisleg og við áttum fallega stund með vinum og fjölskyldu og kynntum Baltasar fyrir öllum. Við fundum kvæði úr ásatrú sem okkur fannst fallegt og afi Baltasars las það upp og svo nafnið hans, Baltasar Dan.

Baltasar var meira að segja í gamla skírnarkjólnum mínum og tók sig heldur betur vel út í honum!

En eins og ég segi þá snýst þetta ekki um það að vera á móti einhverju, við foreldrarnir gerðum bara það sem okkur þótti rétt og stóðum með þeirri ákvörðun.

10552639_10152173183067854_4725576371333470076_n

Ég læt fylgja með kvæðið sem afi Baltasars fór með

Megi mannheill nafni fylgja

styrki þig guðir og góðar vættir

álfar og dísir og allt sem lifir.

gróður jarðar og geisli sólar.

Sveinbjörn Beinteinsson sem var alsherjargoði, orti það.

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *