Nú er það hinn fullkomin maskari sem við leitum að og í þetta skipti þá spurði ég nokkrar flottar stelpur hver þeirra uppáhalds maskari væri. Sumir vilja lengja, sumir vilja þykkja, það er misjafnt eftir hverju við erum að leita og vonandi hjálpa þessar hugmyndir einhverjum ykkar.

 

Helga Diljá Gunnarsdóttir

Helga er í laganámi í HÍ og flugfreyja hjá Icelandair.

Zoom Lash Mascarinn frá Mac – Ég er alltaf að prófa mig áfram með maskara og er í stöðugri leit að hinum fullkomna. Ég hef ekki ennþá fundið hinn fullkomna en það er einn sem stendur alltaf uppúr hjá mér og ég sakna hans alltaf eftir smá tíma. Það er Zoom Lash Mascara frá Mac, hann er dramatískur og mjög fallegur á augnhárunum. Það sem ég elska við hann er að hann er mjög ferskur en smitar samt ekki út frá sér!

 

Thelma Dögg Guðmundsen 

Thelma er 25 ára snyrti- og förðunarfræðingur og pistlahöfundur á króm.is. Hún er einnig með snapp @thelmagudmunds, þar sem hún talar um snyrti- og förðunarvörur í bland við annað áhugaefni. Svo tók hún líka þátt í Íslands Got Talent fyrr á árinu og það var mjög gaman að fylgjast með henni í því.

Volume Million Sashes So Couture frá l’oreal – Hann er með gúmmígreiðu sem er alveg passleg á stærð. Vanalega er ég ekki fyrir gúmmígreiðu en þessi er eitthvað svo öðruvísi og þægileg! Hann er örlítið blautari en flestir maskarar sem ég hef prófað, þannig hann klessist ekki né molnar. Maður þarf ekki að setja endalausar umferðir til þess að fá þessa dýpt sem maður sækist eftir. Þó að margir maskarar eiga að lengja og þykkja finnst mér flestir bara gera annað hvort, þessi gerir bæði. Síðast en ekki síst þá heldur hann augnhárunum uppi, mín augnhár eiga það til að síga niður en þessi maskari sér til þess að þau haldist alveg uppi!

 

Birgitta Líf Björnsdóttir 

Birgitta er 24 ára flugfreyja hjá Icelandair og einn af framkvæmdarstjórum Ungfrú Ísland. Útskrifuð með BA í lögfræði og er nú í meistaranámi í alþjóðlegum viðskiptum.

Hypnose frá Lancomé – Uppáhalds maskarinn minn er Lancomé Hypnose. Ég hef notað hann núna í rúm þrjú ár eftir að Alexandra vinkona mín mælti með honum. Hann lengir vel og greiðir úr augnhárunum án þess að klessa neitt. Ég hef nokkrum sinnum frá því ég byrjaði að nota hann keypt mér aðra ódýrari maskara inná milli en fer alltaf tilbaka í Hypnosé þannig hann er klárlega uppáhalds og hentar mér vel.

 

Hrafnhildur Björk Runólfsdóttir

Hrafnhildur útskrifaðist úr Mood makeup school með hæstu einkunn í maí og er að fara byrja vinna hjá Urban Decay á Íslandi sem opnar núna í byrjun nóvember og er líka búin að vera freelance – smá. Það er gaman að fylgjast með hvað hún er að gera tengt makeupi á instagram síðunni hennar @hrafnhildurbjork.

Mystic Black frá HR – Ef ég hefði verið spurð fyrir þremur mánuðum hver uppáhalds maskarinn minn væri hefði ég sagt great lash big frá maybelline. En hann hefur verið uppáhalds maskarinn minn í nokkur ár og má segja að ég var orðin frekar vanaföst. En í dag er þetta flóknari spurning. Í sumar helltist eitthvað yfir mig og prófaði ég þá ýmsa aðra maskara sem eru í boði. Upp á síðkastið hef ég verið að nota mystic black frá HR, high impact frá clinique, better then sex frá too faced og grandiôse extreme frá lancome. Sá síðast nefndi frá lancome hefur komið mér svo skemmtilega á óvart, þann maskara hefði ég líklegast aldrei keypt mér sjálf en ég fékk hann að gjöf. Hann bæði lengir, krullar og þykkir, einnig er hann mjög svartur og fljótlegur í notkun. Ég mæli með öllum þeim sem ég taldi upp og sérstaklega grandiôse extreme.

 

Katrín Kristinsdóttir

Katrín er á síðasta ári í Verzlunarskóla Íslands. Hún stundar mikið líkasmsrækt, finnst gaman að elda/baka og elskar að ferðast í frítíma sínum, henni finnst líka mjög gaman að mála sig !

Telescopic frá l’oreal – Hann er mjög góður fyrir stutt augnhár þar sem hann lengir þau mjög mikið og það er auðvelt að byggja hann upp. Hann þykkir augnhárin líka en ekki of mikið! Hann er fljótur að þorna og það er auðvelt að þrífa hann af. Þar sem ég er ekki með löng augnhár er hann uppáhalds maskarinn minn þar sem þau lengjast mest þegar ég nota hann.

 

Hildur María

Hildur er nýkrýnd miss Universe Iceland 2016 og er því á fullu að undirbúa sig fyrir stóru keppnina sem verður haldin í Filippseyjum í lok janúar á næsta ári.

The Rocket volume express frá Maybelline – Ég er alltaf að prufa nýja maskara og reyna finna einhvern sem gerir augnhárin þykk og löng en klessa þau ekki! Í augnablikinu eru 12 mismunandi tegundir af maskara í skúffunni hjá mér en það er einn sem ég fer alltaf aftur í og finnst lang bestur fyrir mín augnhár og það er The Rocket volume express frá Maybelline.

 

Ína María Einarsdóttir

Ína er sálfræðinemi frá Njarðvík sem æfir körfubolta, á veturnar býr hún í Miami og á sumrin er hún flugfreyja hjá Icelandair.

Grandiose frá  Lancome – Uppáhalds maskarinn minn heitir Grandiose og er frá Lancome, hann hefur verið í miklu uppáhaldi síðan ég prófaði hann fyrst. Mér finnst hann bæði þykkja og lengja augnhárin og gerir þau ýkt og flott. Ég mæli eindregið með honum, sérstaklega ef þið eruð að leita af þykkingarmaskara. Ég er alveg mega skotin í þessum maskara!

 

Thelma Rut Svansdóttir

Thelma er förðunarfræðingur og er í mjög fjölbreyttum og skemmtilegum verkefnum þá aðallega að farða fyrir Sjónvarpsauglýsingar sem og myndatökur fyrir Auglýsingar í blöðum einnig hefur hún verið að farða fyrir sjónvarpsviðtöl og kvikmyndir. Svo er hún líka að vinna hjá snyrtivöruheildsölunni Artica fyrir merkið Rimmel.

X-rated frá smashbox – er uppáhalds maskarinn minn. Það er hægt að byggja hann endalaust upp. Hægt að setja eina umferð fyrir náttúrulegt útlit eða margar umferðir sem þykkir þá og lengir meira. Það er lika hægt að bæta honum á yfir allan daginn og augnhárin haldast mjúk. Hann smitar ekki upp á augnlokin eða fyrir neðan augun. Burstinn þrískiptur og úr hárum og það eru trefjar i maskaranum sem þykkja og lengja.

 

Anna Lára Orlowska

Anna er nýkrýnd miss World Iceland og er núna í fullum undirbúningi fyrir Miss World keppnina sem verður haldin í Washington í Desember.

Telescopic frá l’oreal – Ég er búin að nota telescopic maskarann í ca 5 ár. Þessi maskari er algjör snilld fyrir þá sem vilja lengja augnhárin!

 

Hildur Karen

Hildur er á 2.ári í sálfræði í HR, spila handbolta með meistaraflokki Fylkis og er að vinna í Ísaksskóla sem skólaliði.

Volume million lashes frá L‘Oréal Uppáhalds maskarinn minn þessa stundina er Volume million lashes frá L‘Oréal. Hann hentar mér mjög vel þar sem ég er með löng augnhár sem þarf að greiða vel úr. Svo skemmir ekki fyrir að hann er í ódýrari kantinum.

 

 

NAFN

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *