Ég tók nokkra flotta stráka fyrir og spurði þá hvað væri helst á óskalistanum hjá þeim þessi jólin og það ætti kannski að hjálpa einhverjum stelpum að finna eitthvað sniðugt til að gefa kæró þessi jól.

Haukur Helgi Briem Palsson

Haukur er 24 ára og er að spila körfubolta út í Frakklandi.

 1. Spari skór eða casual skór, Dr martins eru flottir svo eru líka geðveikir skór í Hugo Boss og Herragarðinum.
 2. Úr, ég er mikið fyrir stílhrein úr með leður ól, það eru til flott úr bæði frá Armani eða Hugo Boss.
 3. Flottur leðurjakki, All saints eru til dæmis með flotta jakka.
 4. Peysa eða skyrta, er alltaf klassískt All saints eru líka með flottar skyrtur.
 5. Góð bók er svo sem líka alltaf góð gjöf! Þar sem ég er svona að byrja að lesa þá fannst mér Ljónatemjarinn góð annars er eg mikið fyrir bækur sem að kenna manni eitthvað betri hugarfarsbækur t.d Dail Carnegie.
 6. Ef strákarnir eru fyrir húðflúr þá er gjafabréf í það góð gjöf, lætur þig fara og segir að kærastan er fyrir þetta.

 

Nökkvi Fjalar Orrason

Nökkvi er 22 ára og einn af eigendum samfélagsmiðlamerkisins Áttan. Markmið Áttunnar er að koma ungu fólki á framfæri og er hann að fara færa sig bakvið merkið á næstu misserum.

 1. Bose heyrnatól – ekki mælt með þeim í ræktina en ég get ekki farið í laugar án þess að vera með þau á mér.
 2. Nýjan frakka, ég er að safna frökkum og frakkarnir í Selected eru trylltir.
 3. Fékk mér geggjaða úlpu frá cintamani á dögunum “Unnar” mæli með henni. Gat ekki staðist það að fá mér góða úlpu fyrir veturinn.
 4. Garðar Gunnlaugs kynnti mér fyrir andlitskremum frá Bodyshop á dögunum (Himalayan charcoal mask, Drops of youth, Maca root balancing face protector og Vitamin E), þetta er eitthvað sem maður kaupir sér ekki fyrst en er geggjað að fá í gjöf. Er orðinn létt háður þessum vörum
 5. Under armour er með flottustu íþróttaskónna á markaðnum af mínum mati. Mæli hiklaust með þeim.

 

Arnar Leó Ágústsson

Arnar er verslunarstjóri hjá Smash, eigandi Reykjavik Roses og dj.

 1. Dr. Martens Bailey Creeper frá Stussy. Fást á stussy.comasos.com eða ebay.com.
 2. Marshall Action Speaker svarta, fást í Elko.
 3. Gucci Interlocking ‘G’ Ring, Fæst til dæmis á ssense.com.
 4. Supreme nærbuxur, koma 4 í pakka. Fást á supremenewyork.com.
 5. Stussy Nylon Cap. Fást í Smash Kringlunni.

 

Matthías Orri Sigurðarson

Matthías er nýfluttur heim frá Bandaríkjunum og er körfuboltamaður sem spilar fyrir ÍR.

 1. Fyrst á listanum er Jökla úlpa frá 66 norður. Silfurlitaða 2016 edition úlpan finnst mér bera af.
 2. Red Wing Blacksmith Muleskinner eru virkilega þægilegir fyrir veturna á Íslandi.  Fást í Húrra Reykjavík
 3. Næst á listanum væri svo Bankers frakkinn frá Han Kjøbenhavn. Eitt besta snið af frakka sem ég hef mátað. Fæst í Húrra Reykjavík
 4. Filling Pieces Low Top All Leather Cacao hefur verið þó nokkuð lengi á óskalistanum hjá mér. Fást á fillingpieces vefsíðuni.
 5. “Breki” hanskarnir frá Feldi Verkstæði eru mjög flottir og væru góð jólagjöf.
 6. Að lokum hafa úrin frá Domeni co alltaf verið í miklu uppáhaldi. Þar sem ég á nokkur úr frá þeim væri þetta næst á óskalistann. Fást á Domeni Company vefsíðunni.

 

Pétur Þór Jakobsson

Pétur er að vinnur hja Wow Air og er nemandi við viðskiftafræðideild á fjármálasviði við HÍ.

 1. Það sem væri a listanum minum væri alltaf Timberland skór, brúnir eða dökkbrúnir.
 2. Flottur jakki frá Ralph Lauren.
 3. Jakkarnir frá Uniqlo í svona sniði eru líka mjög nettir.
 4. Fínt úr með brúnni leðuról, úrin frá Wellington eru alltaf klassísk.

 

Brynjólfur Löve Mogensson

Binni er að vinna hjá Ghostlamp og heldur einnig upp skemmtilegu instagrami snappchatti sem er @binnilove.

 1. Ég veit að það hljómar mega skringilega en mikið rosalega væri ég til í nýja surfskó og hanska, fyrir vetrarseasonið en það er kannski ekkert eðlilegt búandi á íslandi og ekki við því að búast að ég fái það, en hver veit.
 2. Það skemmir aldrei að fá góðann rakspíra, tími samt ekki að gefa upp nafnið á uppáhalds afþví að hann er leyni! En sama hvað maður fær þá gleður það alltaf. En ég get mælt með einum frá Ralphlauren.
 3. Mamma hefur gefið mér Abercrombie nærbuxur öll jól síðan að ég man eftir mér og það er því orðinn fastur liður – svo gefur hún mér yfirleitt rakspíra sem að ég enda á að skila.
 4. Það myndi ekkert pirra mig að fá eitthvað fallegt úr Húrra – það hittir alltaf beint í mark.

 

Þórir Sæm

Þórir er leikari og fer um þessar mundir með hlutverk Badda í Djöflaeyjunni sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.

 1. Ipad.
 2. Peysu, ullar eða einhverskonar kosy peysu.
 3. Nudd, handa og/eða fótsnyrtingu.
 4. Flugmiða.
 5. Flugbeitta hnífa í eldhúsið.
 6. Vetrarskó.
 7. Eitthvað skemmtilegt námskeið: t.d tungumálanamskeið eða eitthvað tengt eldamennsku.
 8. Nýja pönnu og potta.

 

Júlíus Geir Sveinsson

Júlíus er á 3 ári í læknisfræði í Slóvakíu.

 1. Það sem mig langar í jólagjöf, fyrir utan það að vera heima á Íslandi með fjölskyldunni og vinum, eru mögulega hlutir sem gætu nýst mér vel. Hér (í Slóvakíu) er hellingur af flottum skíðasvæðum í kring og ég fór á snjóbretti í fyrsta skiptið um daginn og mér fannst það algjör snilld þannig kannski eitt stykki bretti myndi hljóma vel!
 2. Annars veit ég að bretti eru ekki ódýr þannig ég yrði sáttur með rakvél eða jafnvel bara eitthvað gott krem”.

 

Egill Fannar Halldórsson

Egill er eigandi ferðamanna fyrirtækisinns Wake up Reykjavík.

 1. Mér þykir oftar en ekki skemmtilegast að gefa eða að fá upplifanir að gjöf og ég og Tanja höfum mikið verið að vinna með það síðustu ár fyrir allskonar tilefni. Það getur verið allt frá því að vera kvöld út að borða, uppskrift að skemmtilegu kvöldi, gjafabréf á hótel, lítið frí hér heima eða erlendis eða einhverskonar dagstúr. Hugmyndir að dagstúr/ferð geta til dæmis verið á fjórhjól, snjósleða eða köfun. En líka einfaldir og skemmtilegir hlutir eins og ferð í klifurhús, borðtennis, bíó eða leikhús.
 2. Íþróttaföt eitt það skemmtilegasta sem ég geri þessa daganna er að stunda Crossfit og ég er að æfa oftast um 4-6 daga í viku. En þrátt fyrir það get ég aldrei komið mér í það að versla íþróttaföt og allt sem ég á er svo 110% að þakka gjöfum frá kæró eða elskulegri móður minni sem greinilega vilja ekki að ég sé að æfa í hverju sem er. Án alls gríns þá eru íþróttaföt geggjuð gjöf ef menn eru að mæta og ég ímynda mér að margir herramenn væru glaðir með það.
 3. Tískuflík / Skór etc. – Mér finnst alltaf ótrúlega gaman að fá nýja flík. Alveg sama hvort það eru litlir hlutir eins og sokkar, nærbuxur, bindi eða trefill. Eða buxur, peysa, skyrta eða jakki! Skór eiga auðvitað líka heima á þessum lista og ég alveg elska að vera í fallegum skóm. Það er samt mjög fyndið að segja frá því en fyrstu jólin sem ég var með Tönju kærustu minni þá gaf hún mér skó. Sem væri ekki frásögu færandi nema hvað að þetta voru 100% ljótustu skór sem ég hef séð. En við erum reyndar ekki ennþá sammála um það og það er enn frekar viðkvæmt mál … !
 4. Snyrtivara – Það eru kannski ekki margir karlmenn sem myndu henda þessu opinbert á listann sinn en það er virkilega mikilvægt að eiga góð krem, hárvörur eða ilm. Svo það er virkilega líklegt til vinsælda í jólapakka.
 5. Skart – Nú er þetta bara eitthvað sem mig dettur í hug því ég fékk úr frá frúnni minni síðustu jól og hef varla tekið það af mér síðan. Falleg klukka, hringur, hálsmen, bindisnæla og fleira í þeim dúr er klárlega gaman að fá!
 6. Minningar – Rétt eins og það er gaman að gefa eða fá upplifanir þá gildir alveg það sama um minningar! Við Tanja höfum bæði gefið hvort öðru bók með krúttlegum myndum og textum sem minna okkur á skemmtilega hluti sem við höfum gengið í gegnum saman. Hvort sem það eru frí, tímabil eða bara myndir frá því að við kynntumst. En svo er líka kúl að gefa bara stakar myndir og ég hef til dæmis örugglega aldrei verið eins ánægður með gjöf og þegar ég fékk afmælis- eða jólagjöf frá frænda mínum fyrir mörgum árum síðan. En það var stór innrömmuð mynd af kisanum mínum sem ég er búinn að eiga síðan ég var 6 ára. Hún er ennþá uppi á vegg og mér þykir mjög vænt um hana. Það getur vonandi verið innblástur að einhverri hugmynd. Hvort sem það er fyrir wild crazy catman eða fyrir allt annað tilefni.

 

NAFN

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *