Arna Ýr Jónsdóttir hefur ákveðið að hætta keppni í Miss Grand International 2016 – eftir að eigandi keppninnar gaf henni ráð og fyrirmæli um að grenna sig. Ég verð bara að segja THANK GOD! Svona flott stelpa á ekki að þurfa að heyra að hún sé ekki nógu grönn – eða að hun sé með of mikla fitu utaná sèr. Hún er að setja frábært fordæmi fyrir ungar stelpur með því að yfirgefa þessa keppni – og láta ekki segja sér hvað sem er! 

Arna Ýr stendur uppi sem sigurvegari. 


Hér er það sem Arna skrifaði á Facebook síðu sína í gær: 

“Ég ætla að standa uppi fyrir sjálfri mér, öllum konum og íslensku þjóðinni.

Ég ætla ekki að láta segja mér að ég hafi of mikla fitu utaná mér til þess að vera flott uppi á sviði.

Ég er hætt. Ég ætla ekki upp á svið í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International.

Yndislegt fólk hafði samband við mig sem ætlar að koma mér heim á morgun, ég er farin af hótelinu og verð annarsstaðar í nótt.

Ég skildi eftir bréf til eigandans og útskýrði hversu fáránleg skilaboð þetta eru.

“If you are going to held an international beauty pageant you at least have to be able to see the international beauty” sagði ég við eiganda keppninnar.

Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.

Takk kærlega fyrir stuðninginn! Ég fer heim sem sigurvegari og stoltasti íslendingur í heimi.

P.s. Hælarnir lagðir á hilluna!”

Ég varð bara að deila þessu með ykkur því þessi ákvörðun hefur þurft kjark, þor og staðfestu! Ég dáist af Örnu fyrir þessa ákvörðun. 

Til hamingju Arna Ýr. 
XX DRÍFA 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *