Beauty Must haves er nýr liður hjá mér þar sem ég fæ einhvern 1-2x  í mánuði til þess að deila með okkur uppáhalds snyrtivörunum sínum. Ég kynntist Alexander fyrir árið síðan þegar við vorum saman í Mood Makeup School, svo það er tilvalið að byrja á honum <3

– – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – – –

Ég heiti Alexander Aron Guðjónsson og er tvítugur förðunarfræðingur með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur snyrtivörum. Ég á mjög mikið af snyrtivörum sem ég elska þ.a. það reyndist vandasamt verk að velja eina uppáhalds vöru úr hverjum flokki. Ég þakka kærlega fyrir mig elsku Svana og vonandi njótiði vel.

Uppáhalds Makeup vörur Alexanders:

Primer:

Andlits Primer, það verður að vera Porefessional frá Benefit.

Augnskugga Primer, Paint Pot frá MAC , en ég notast mest við Painterly og Soft ochre.

Farði:

Ég er nýbúinn að eignast nýjan uppáhalds farða, og það er Marc Jacobs  Re(marc)able farðinn, ég er búinn að vera flakka á milli Marc Jacobs, Giorgio Armani Lumionus Silk, Urban Decay Naked Skin og Esteé Lauder Double Wear farðana en á endanum varð Marc Jacobs farðinn sigurvegari, þú þarft mjög lítið af vörunni og nærð að dreifa henni mjög vel og hún gefur fullkomna þekju.

Hyljari:

Ef að þú hefðir spurt mig fyrir áramót hefði ég svarað Naked Skin frá Urban Decay, en núna er Shape Tape hyljarinn frá Tarte sá besti sem ég hef prófað!

Púður:

Make Up Store Wonder Powder, Laura Mercier Translucent Powder, Hello Flawless Benefit og RCMA no color powder, ég reyndi að velja bara eitt en það var ekki hægt!

Sólarpúður:

Give me sun frá MAC, ekki spurning. Hoola frá Benefit fylgir svo sterkt á eftir.

Kinnalitur:

Ég er ekki mikið fyrir kinnaliti en ég elska elska Orgasm frá NARS!

Highlighter:

Ó ég get baðað mig í highlighter! En Champagne Pop frá BECCA og Supernova frá Artist Couture þeir eru mitt lifsblóð (ABH Glow kittin eru svo öll saman í 2.sæti)

Maskari:

Roller Lash frá benefit og Fat Daddy frá hot makeup, það er ekki hægt að velja á milli!

Varalitur:

Uppáhalds varalitur verður að vera Whirl frá MAC, uppáhalds liquid lipstick er Bound frá NARS.

Varablýantur:

Pro Longwear frá MAC í litnum Ms. Diva og  Whirl Lip pencil, einnig frá MAC.

Augabrúnir:

Goof Proof frá Benefit og gelið frá þeim líka – það besta sem ég hef prófað.

Augnskuggapalletta:

Uppáhalds augnskuggapallettan mín er Modern Renaissance frá Anastasia Beverly Hills, en uppáhalds palletan mín verður alltaf Z palletan mín með öllum Makeup Geek augnskuggunum mínum.

Eyeliner:

Besti eyeliner sem ég veit um er Eye of Horus LIQUID DEFINE.

Gerviaugnhár:

Hér vandast málið, ég ELSKA gerviaugnhár þannig að það er ekki auðvelt að velja bara eitt. Ég held að ég verði að segja að mín uppáhalds gerviaugnhár séu Stella frá KoKo Lashes.

Uppáhalds Skincare vörur:

Rakakrem:

Ultra Repair Cream frá First Aid Beauty, ekki erfitt að velja, þetta er besta krem sem til er.

Augnkrem:

Estée Lauder Revitalizing Supreme+ Global Anti-Aging Cell Power Eye Gelée, minnkar fínar línur, stinnir húðina og kemur í pennaformi sem maður nuddar í kringum augun.

Andlits Hreinsir:

First Aid Beauty Facial Cleanser, til að hreinsa af makeup og yfirborðs óhreinindi og First Aid Beauty Red Clay Deep Cleanser til að djúphreinsa.

Toner:

Glycolic Acid toner frá Mario Badescu, mildur toner fyrir þurra og viðkvæma húð.

Varasalvi:

First Aid Beauty Ultra Repair Intensive Lip Balm er alltaf á náttborðinu, nota hann fyrir svefninn og vakna með mjúkar varir.

Maski:

5 in 1 Bouncy Mask frá First Aid Beauty og Glamglow Gravity Mud eru mínir uppáhalds.

Instagram : alexanderarong

Blogg : http://www.alexanderarong.com

First Aid Beauty, Eye Of Horus, Koko Lashes, Hot Makeup, Mario Badescu fæst í Fotia

Glam Glow, Urban Decay, Esteé Lauder fæst í Hagkaup

Anastasia Beverly Hills fæst í Nola.

♡ Svana ♡

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *