Nú þegar október er genginn í gang getur maður ekki annað en tekið eftir bleika litnum sem er allsráðandi þessa dagana. Bleiki liturinn er notaður til þess að vekja athygli á brjóstakrabbameini og mikilvægi þess að fara í skoðun – og jafnframt rennur allur ágóði bleiku slaufunnar til Krabbameinsfélags Íslands.

Núna 6 október mun Lindex hefja sölu á Bleiku línunni og mun 10% af allri sölu á henni renna beint til Krabbameinsfélags Íslands. Bleika línan samanstendur af 19 mjúkum, prjónuðum og ofnum flíkum og fylgihlutum í litapallettu haustsins, allt frá djúpum burgundy lit í fölbleikan.

Bleika armbandið mun einnig vera hluti af línunni en allur ágóði af sölu þess rennur til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini. Armbandið sem er framleitt úr leðri og málmi er framleitt í Svíþjóð með umhverfisvænum hætti.

Ég er búin að skoða bleiku línuna og líst svo sannarlega vel á – og mun eflaust næla mér í vel valdar flíkur úr henni!

 lindex-pink-collection-2016-33

Þessi bleiki rúllukragabolur er kominn á óskalistann!

lindex-pink-collection-2016-42

Þessi kápa myndi elska haustið í Danmörku…

lindex-pink-collection-2016-34

Burgundy liturinn er líka mjög girnilegur….

lindex-pink-collection-2016-23

Þessi kemur vonandi heim með mér á morgun!

Ég kíkti um daginn í Lindex á armbandið sem var komið í sölu fyrr og það náði minni athygli strax

 14585290_10154019379007685_1696029622_n

14569203_10154019379012685_439571518_n

Ég verð mætt í Lindex strax í fyrramálið!

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *