Ekki láta eins og þið vitir ekki hvert ég er að fara! Hið ætíð vinsæla umræðuefni “glansmyndin” hefur verið að tröllríða öllum mömmuhópum á facebook í dágóðan tíma og við elskum, ELSKUM að raða okkur upp í fylkingar og internet – rífast um hvort það sé í lagi að halda út snappi/bloggi/insta/fb þar sem allt er helt perfekt eða bara alls alls ekki. Ekkert þar á milli enda ekki vaninn á internetinu að fara einhvern milliveg.

15027632_10153968934780796_3172275102008900567_nÞessi mynd? Æji var bara eitthvað á leiðinni að ryksuga… not. Ég tók mig til EINUNGIS til að taka þessa mynd fyrir bloggsíðuna okkar dætra. Þið mynduð ekki giska á það en ég er berrössuð, tók mig bara til að ofan og tók engan tíma! (já ég veit tvísagður brandari þið sem eruð á sneeppinu mínu) 

Nú veit ég upp á hár hvernig það er að liggja undir þessum ásökunum enda held ég út gríðarlega vinsælu snappi þar sem allt er fullkomið. Ég myndi til dæmis aldrei snappa mig borða súkkulaði og brúnegg eða til dæmis þvott á víð og dreif um íbúðina og ég í blettóttum fötum eftir barnið mitt ( svona fyrir þá sem hafa ekki hugsað út í það fyrr þá eru börn SNILLD og fullkomin afsökun fyrir svo mörgu, haldið þið að ég hafi lifað blettalausu og stundvísu lífi áður en Benjamín fæddist? Haha. Ha… En meina nú get ég kennt honum um hvoru tveggja og svo margt annað! Mæli meððí. Alllavega…)  Eða þið vitið… Ég myndi líklega gera nákvæmlega það á ekki svo risa stóra snappinu mínu (það er frekar lítið og sætt eins og er en meina kæró og systrum mínum finnst ég svaka skemmtileg þar)

Jæja í hvaða röð ætla ég þá að raða mér? Ég veit hvernig þið hugsið þið þarna slúður perrarnir ykkar!

Ég ætla reyna eitthvað nýtt og stilla mér í miðjuna. Ég veit ég veit þið eruð ekki vön þessu, millivegur á internetinu?! “En, en, en… Hvernig eigum við þá að æsa okkur?!?”

Æji þið vitið að ég er náttúrulega soddan dúlla og vil engan æsing hér <3

SKO

Stundum er allt tandur hreint heima hjá mér og við þekkjum öll tilfinninguna að fara upp í hreint rúm, það er algjörlega æðislegt! Og algjör negla þegar þau hafa fengið að hanga úti í ferskum sumar andblæ. Nei ég meina. Það er gaman, við getum öll sammælst um það að það er gott að hafa fínt í kringum sig. Þegar það er hreint í kringum mig þá líður mér vel inn í mér. Þetta tengist, ótrúlegt en satt.

13612207_10153672150390796_6672640913043803727_nSvo þegar maður er búinn að þrífa þá er bara að skella í nokkrar franskar makkarónur. Ég geri það alltaf. Tók mig ekki 17 tilraunir til að ná þessum réttum fyrir skírnina (jú jú umræddu krumpurassa skírnartertu skírnina)… En fjandinn hafi það they look good, ég ætlaði að monta mig takk!

 

Stundum er ég svo bara algjör draslari og allt á rúst hérna heima. Það er vinna þetta líf, góð vinna en vinna. Það er vinna að vera í námi sem ég elska að fá að vera í. Það er vinna að vinna ( haha fattið þið, vinna vinna? ). Það er dásamleg vinna að eiga barn og það er yndisleg vinna að vera í sambandi og eiga hús og bíl og skuldir og pening og allt þetta. Þið vitið, það er vinna að vera happý. Ég reyni mitt besta að halda mér í topp standi að utan sem innan. Svo horfi ég stundum á þrifasnöpp, innanhússnöpp, mömmusnöpp, djóksnöpp og fleira og reyni að fá innblástur. Stundum virkar það vel og stundum öfugt, þá þarf ég að berjast svolítið við einhvern innri hund (þið vitið “er einhver hundur í þér?”) sem brýst um og vill út og öfundast út í þetta fólk, skil ég ekki afhverju ég geti ekki viðhaldið þessu eins og þetta fólk, þessa glansmynd og minna mig á, HALLÓ HALLÓ ODDNÝ, ég er bara að standa mig drullu vel (afsakið orðbragðið). Það er bara þannig að þetta er allt vinna og stundum verður maður þreyttur.

14045781_10153730024075796_274988234336154607_nÞessi tókst í fyrsta. Ég sagði Atla að taka fleiri, handleggurinn minn er svo feitur og sést hvað ég er með stuttan háls og svo eru augun pírð og og og… Hann var ekki sammála, sem betur fer. Ég elska þessa mynd eftir að hafa æft mig aðeins í sjálfsást, bara við 3 og nestið okkar. 

 

 

 

 

Það er mikilvægt að reyna njóta sem mest, minna sig á að kaffibletturinn á koddanum (ekki spyrja… eða meina, æji þið hljótið að fatta) fer ekkert en Benjamín vex úr grasi á einhvers konar ljóshraða, Atli og ég erum ekkert að yngjast (þótt við förum auðvitað batnandi silfurrefurinn og ég eins og gott rauðvín). Æji klisjan, legðu frá þér tuskuna manneskja og fáðu þér knús og meððí frá þeim sem þú elskar, það er eina sem skiptir raunverulega máli. Og glansmyndin er kölluð glansmynd af ástæðu. Það eru allir að upplifa nákvæmlega þetta. Þótt þeir sýni það ekki á samfélagsmiðlum þá er það bara þeirra, við vitum að það eru allir með sín verkefni.

AÐ ÞVÍ SÖGÐU.

Stundum tek ég til í allri íbúðinni bara afþví mig langar að setja mynd á instagram, stundum líka bara í ákveðnu horni fyrir myndatöku. Stundum mála ég mig því mig langar ekki að vera eins og haugur á snap eða bara að fara hitta vinkonu mína ( ég á mér líka líf utan samfélagsmiðla og ritgerðarskrifa) Stundum hendi ég barasta IKEA gervi gærunni minni (þið munið, þessari sem er svo glamúros) yfir axlirnar og tek selfí því mig vantar smá glamtæm fyrir sjálfa mig.

Hræsni?

Nei.

Fake it till you make it vinur minn! Því þegar ég er búin að skella smá málningu í fésið, þrífa aðeins í kringum mig, útbúa gott brauð (og fallegt fyrir instagram auðvitað) hverjum er þá ekki sama hvaðan hvatningin kom? Að öllum líkindum líður þér betur, búinn að hysja aðeins upp um þig á mánudegi sem annars hefði farið í sófahangs og þú með bítandi samviskubit fram á miðvikudag. Stundum má auðvitað vera samviskulaus (ekki siðblind samt bara án samviskubits) sófakartafla, stundum er gott að rífa sig af stað. Þá má bara alveg taka fallegt snap, senda vinum þínum að þú hafir keyrt þig í gang og farið út að hlaupa. Gott hjá þér!

13173790_10153527985345796_7976521361482670241_nÞarna var ég gengin 40 vikur með litla ljúf. Við vorum eitthvað að fara út að krúttast þannig ég tók mig til og bað Atla að taka mynd. Ég tók mig vissulega til fyrir þessa mynd og hún tókst í 174 tilraun en vitið þið það í fullkominni hreinskilni, ég er hamingjusöm þarna. Og leið ótrúlega vel með sjálfa mig búin að taka mig aðeins til sem var orðið sjaldgæfara dagana þarna undir lokin.

 

 

 

Og ef ég fæ snap frá vinkonu minni sem er að hakka í sig snickers með 3 daga óþrifið hár þá er það líka í lagi. Þá svara ég henni bara með snappi af mér að gera magaæfingar svo hún fatti hvað hún er að vera feit og hætti að borða súkkulaði. DJÓK, hún fær snickers snap á móti að öllum líkindum.

Sjáið, millivegurinn er í lagi.

Vonandi voru vonbrigðin að þetta sé ekki dramatískara að fara með ykkur! Sé til hvort ég geti ekki hent í eitthvað aðeins safaríkara næst.

 

Þangað til þá, kíkið á mig á litla snappið mitt, það er yfirleitt voða huggó þar inni. —> oddnysilja

Oddný

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *