7e7f61f65de353a2836e33e619ab4184

Ég er mikið fyrir blóm, skiptir ekki máli hvort það sé lítill kaktus eða risa stór Monstera, sem hefur verið gríðalega vinsæl um allan heim síðastliðnu ár eða svo. Það er bara eitthvað við að hafa blóm í kringum sig, jú, þau eiga að hreinsa loftið en þær eru bara svo fullkomnar ef það vantar einhvern hlýleika eða það þarf að “poppa upp” rýmið.

68f8b840ff7985ba1db7152a89e40459

Núna er komið nýtt blóma æði og það er að ramma inn blómin eða falleg laufblöð.  Eins og þið sjáið hér á þessum myndum kemur þetta gullfallega út, einfaldir og stílhreinir rammar utan um mismunandi blóm og lauf. Ramminn sjálfur er með tvöföldu gleri eða það getur verið plexigler. Ég persónulega er hrifnari að glerinu, finnst oft plexiglerið speglast og myndin er ekki eins skýr.

Þessi tíska er fullkomin fyrir þau sem eru ekki með græna fingur. Ég mæli með að kikja á Pinterest  og sjá þar enn fleiri möguleika á uppröðun blómaramma.2f06b8bd4d9043f529e283c2ddcb56bb

Allt passar svo vel saman

0179aeffa740c71ef8aa9c17726067d2

…Svo flott upp sett, þetta stóra laufblað er æðislegt….

2e4d56917974604bc5d1be226f533964

c0c577fc0e870a8436c90a0c00d7e3ed

Svo er það hin Blómatískan, það er að hafa myndir af blómum og laufblöðum. Hversu kósy og flott?

40c4489a96fba42d159c61e1224a16b7

Ég er alveg veik fyrir svona gömlum blómamyndum, svo fallegt í stofuna eða fram á gang.

52a1e125e65c3e93930a094722f170fb

Þessar myndir væri fullkomnar í eldhúsið hjá mér

Eigið góða helgi

Ég veit að ég mun eyða helginni minni í leit af fullkomnum ramma og fallegum laufblöðum.

Þangað til næst

-Svava Halldórs-

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2 comments

Reply

Rifblöðkur eiga hug minn og hjarta þessa dagana! Hversu flott planta á heimilið?!

Reply

Vá hvað ég fékk margar hugmyndir af fallegu punti hérna !!! <3

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *