cof

Þegar ég var ólétt átti ég heima úti í Danmörku og í öllum barnavörubúðum sem ég fór í sá ég svona boltaland. Mig dreymdi um að eignast svona en fannst of snemmt að vera kaupa mér þetta þá.

Það var svo fyrir stuttu sem ég sá þetta auglýst hérna á Íslandi og Steinunn Alba er svo heppin að eiga yndislega ömmu sem ákvað að gefa henni svona. Þetta átti reyndar að vera jólagjöfin í ár en við bara gátum ekki beðið eftir að byrja að nota það. Þetta er svo skemmtileg tilbreyting frá öðru dóti.

Ég pantaði mitt af facebooksíðunni Misioo-boltaland https://www.facebook.com/Misioo-boltaland-651383218383997/. Þau bjóða núna uppá fría heimsendingu, bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og einnig út á land og fékk ég mitt sent með flugi og það var því komið til mín 3 tímum eftir að ég pantaði.

Finnst mjög líklegt að svona boltalönd munu leynast í einhverjum jólapökkum í ár – ég mæli allavega 100% með þeim.

Henni leiðist ekki þarna ofaní!

mynd2

                                                           – Helga Sigrún –

 

Instagram og snapchat: helgasigrun89

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *