unnamed-22

Ég og fjölskyldan mín fórum á Borðið um síðustu helgi, stefnan var að fá okkur bara kaffi og með því en það breyttist þegar inn var komið.

unnamed-11 unnamed-18

 

 

unnamed-5

Borðið er nýr veitingastaður sem opnaði fyrir ekki svo löngu síðan, á Ægisíðu 123, staðurinn er einstaklega vel hannaður og það er virkilega góð nærvera þarna inni, allt starfsfólkið var svo elskulegt og maturinn var æðislegur. Eins og sést á myndum er mikið um hráa steypu bæði á veggjum og í lofti, takið eftir því hvað brassið er fallegt í kringum afgreiðsluborðið, mosagrænu sexhyrndu flísarnar inn í eldhúsinu eru fullkomnar á móti gráu steypunni.

Borðið er með fastan kvöldseðil í fjórar vikur í senn og af honum getur þú valið um fisk-, kjöt eða grænmetisrétti eða fengið þér matarmikið salat. Einnig er boðið upp á hollan og næringarríkan barnarétt, eitthvað fyrir alla.

unnamed-9 unnamed-12 unnamed-10 unnamed-2

Við ætluðum bara að fá okkur góðan kaffibolla í rigningunni en gátum ekki ekki smakkað þessar skinkur sem hengu svona fallega uppi. Við fengum okkur tvær mismunandi skinkur, súrdeigsbrauð og heimalagað sinnepspikklað grænmeti sem var svooo gott, þetta saman með rjúkaandi heitum kaffibollanum var fullkomið. Ég náði ekki einu sinni að smella mynd af matardisknum því við kláruðum hann á núll einni. En við stoppuðum ekki þar, heldur versluðum við okkur nokkrar skinkur til að hafa með heim og gæða okkur á seinna um kvöldið með góðum ostum og rauðvíni.

unnamed-23 unnamed-19

Borðið er ekki bara veitingastaður, þau selja einnig ýmsar “gourmet” matvörur frá Ítalíu, Bretalandi og Frakklandi, svo sem sultur, pate, chutney og súkkulaði.

Sannkölluð Sælkeraverslun.

Hillan undir allar sulturnar er svo skemmtileg og passar vel inn í rýmið. Ausurnar, sleifarnar og skeiðarnar eru úr Akasíuvið, sem er sterkur viður og er þekktur fyrir að endast vel og lengi.

unnamed-17Kaffi barinn

unnamed-20 unnamed-16 unnamed-15

Ég var svo glöð að sjá Staub vörurnar til sölu, þær eru hágæða pottajárnpottar og pönnur frá Frakklandi. Það er einstaklega gaman að elda í pottajárns pottum/pönnum, ég á reyndar ekki Staub en ég á Chasseur og nota þær vörur ótrúlega mikið.

unnamed-13 unnamed-14

 

 

Súkkulaði sem er “hannað” fyrir ákveðið vín?  var þetta framleitt fyrir mig og minn vinahóp?     😉

 

 

 

 

unnamed-6

Skottan mín hún Saga vildi vera með á mynd.

Ég mæli eindregið með þessum fallega stað, mig langar til að prófa helgarBrönsinn hjá þeim, ég læt kannski verða af því um helgina.

unnamed-3

Kaffibollinn góði og súkkulaði expresso kakan sem var ekki lengi að hverfa ofan í vel sadda og glaða viðskiptavinkonu 🙂

Eigið góða helgi

Ég er með Instagramsíðu : svavahalldorsdottir ef þið viljið fylgja mér.

Þangað til næst

svavahalldors

-Svava Halldórs-

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *