Eins og ég postaði nýlega þá hef ég ekki getað valið hluti á veggina mína í uþb 6 mánuði – síðan ég flutti inn…

En ég ákvað að láta til skarar skríða og demba mér í smá breytingar – ekki seinna vænna!

Ég er smá freak þessa dagana og er allt í einu komin á fullt í project sem hafa beðið endalaust – grunar að litla stelpan sem er að koma sé að peppa mig upp í allt saman!

Allavega hér er veggurinn fyrir – ég var komin með svo leið á þessu plaggati og vantaði eitthvað nýtt og ferskt á heimilið!

veggur1

OG hér kemur eftir myndin – ég valdi mér mæðradagsplatta og tvo juleaftenplatta og mixaði svona skemmtilega saman!

veggur2

Ég er ótrúlega ánægð með þessa útkomu og vildi að ég hefði komið mér í þetta fyrir löngu síðan! Þetta var ekkert mál – ég meira segja negldi 4 sjálf en fékk reyndar Bjarka í rest þegar ég nennti ekki meiru sjálf…

 

XX

Drífa

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *