Fléttuhvítlauksbrauð sem passar með öllu

Þetta fléttuhvítlauksbrauð er eitthvað sem allir þurfa að smakka. Þetta er upprunalega pizzadeigsuppskrift en ég hef verið að prufa mig áfram með ýmis konar brauð og þetta er eitt af því besta. Ég hef bakað það oft þegar ég hef fengið vinkonur mínar eða fjölskyldu í heimsókn og hef þá haft pestó með eða mozarellaost, … Continue Reading

Danskt Eggjasalat í brönsinn, eða nestið?

Mér finnst svo ægilega skemmtilegt að prófa einhvað nýtt fyrir helgarbrunchinn á heimilinu. En um helgina prófaði ég mig áfram með voða danskt salat á ekta danskt Rúgbrauð með helling af góðum kornum og fræjum. Salatið smakkaðist svo ofboðslega vel að ég skellti í annað um kvöldið sem dæturnar fengu með í nestið daginn eftir. … Continue Reading

Allra bestu snúðarnir

Gleðilegan laugardag! Ég ætla að deila með ykkur snúðauppskrift sem ég fékk fyrst hjá tengdamömmu minni og er í algjöru uppáhaldi í minni fjölskyldu. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að bera þessa snúða fram þegar við fáum gesti í heimsókn eða í veislum af því þeir líta aðeins öðruvísi út en aðrir gersnúðar og eru … Continue Reading

ONE POT vol2 – Kjúklingaréttur

Fyrir um viku síðan gaf ég ykkur uppskrift af One Po, Kjúkling og hrísgrjónarétt. Rétt, sem allt er sett saman í einn pott og því vinnan á bakvið góðann kvöldmat ósköp lítil. Rétturinn sem ég sagði ykkur frá í síðustu viku (getið fundið hann hér) sló í gegn, bæði hjá okkur fjölskyldunni sem og lesendum. … Continue Reading

One Pot / Kjúklingur og Hrísgrjón í tómat.

Mér finnst ofsalega skemmtilegt að elda góðann, einfaldann og ódýrann mat sem bæði börnin á heimilinu og fullorðnu elska. Og best er, ef það sé nóg fyrir tvo daga !! …. þið þekkið þetta ekki satt?? ONE POT réttir eru því komnir í svolítið uppáhald hjá mér og langar mig hægt og rólega, einn rétt … Continue Reading

Topp 3 smoothie drykkirnir mínir!

Hnetusmjörssæla 1 Banani 1 kúfuð msk hnetusmjör 250-300 ml rísmjólk með kókosbragði   Jarðaberjabomba 1 Banani Lúka frosin/fersk jarðaber 250 ml Debic vanillumjólk (fæst t.d. í bónus) Andoxunarsprengja 1 Banani Lúka frosin jarðaber 2 lúkur frosin hindber 250 ml rísmjólk með vanillubragði Tilvalið að gera sér einn ferskan smoothie í sumarveðrinu! XXX HELENA RÚNARS

Hungangsbrauð – Einfalt morgunbrauð.

Hvað er betra en að vakna á Laugardags morgni og snæða sér á nýbökuðu brauði með kaffibollanum? Ég fann þessa uppskrift fyrir nokkru og er núna búin að baka brauðuð nokkrum sinnum án þess að það mistakis – það er því mjög svo idiot proof !! L O F A Og það er alltaf jafn … Continue Reading

Holl pönnukaka – Uppskrift!

Ég er komin með æði fyrir þessari hafrapönnsu..hún er snilld í millimál eða morgunmat t.d. 🙂 Uppskrift 40-50gr haframjöl Stappaður banani Dass af kanil 2 egg  Aðferð Öllu hrært saman og sett út á pönnuna, hellan stillt á vægan hita (ég hef stillt á 5). Steikt á fyrri hlið í 5 mín og þá er … Continue Reading

Föstudags Kjúklingurinn

Ég hef nefnilega heyr að svo margir eru með svona Föstudags Kjúklinga rétt einsog Föstudags Pizzu osfrv 🙂 Ég gerði Kjúklingarétt á snappinu um daginn sem vakti mikla lukku. Þessi réttur er einn af uppáhalds réttum stelpnanna minna og ein snilld til þess að koma grænmeti ofan í þær. Hér fáið þið því uppskrift: Kjúklingaréttur … Continue Reading

Vegan – Sætkarteflu Stew

Þó ég geti ekki titlað mig sem grænmetisætu verð ég að viðurkenna að kjöt er ekkert endilega mín eftirlætis matvara – mér finnst því afskaplega skemmtilegt að prófa mig áfram í eldhúsinu og gera kjötlausa rétti sem allir í fjölskyldunni eru ánægðir með. Í gær tókst það svaaaaakalega vel upp !! Einhverstaðar, nú man ég … Continue Reading