Ég verð að viðurkenna eitt, ég á það til að eyða of miklum tíma í að vafra um á netinu, í leit að einhverju nýju og spennandi. Leitin gæti verið allt frá hinu fullkomna baðherbergi á Pinterest, nýju merki fyrir Hrím á Instagram eða spennandi vörum á Etsy.

Etsy er sölusíða, sem byrjaði sem fullkominn stökkpallur fyrir þá sem voru að taka sín fyrstu spor í að selja hönnun eftir sjálfan sig. Núna i dag er hún með mörg hundruð þúsund síður og margir er farnir að selja vörurnar sínar út um allan heim. Það er margt mjög fallegt og áhugavert að finna á Etsy og annað sem er ekki alveg fyrir minn smekk 🙂

Ég rakst á eina stór skemmtilega síðu um daginn, sem heitir Air Friend og er hún Lísa hönnuðurinn á bak við hana. Hún er að hanna þessar flottu Kristals plöntur eða Crystal Air Plant.

328579_3_800il_570xN.1030920017_kxis

 

 

 

 

 

il_570xN.984386820_pcxt

Það vill svo skemmtilega til að þessi ákveðni kristall sem hún er að nota kallast Iceland Spar. Hún segjir á síðunni sinni að þessi hugsanlegi goðsagnakenndi “Vikinga sólar stein” hafi lengi verið notaður fyrir ljós næmni sína. Það er talið að Vikingarnir notuðu kristalinn til að fylgja sólinni eftir með að horfa í gegnum hann þegar það var skýjað og lélegt skyggni. Það finnst mér stórmerkilegt.

Núna er hægt að nota hann sem fallegt skraut á skrifborðið sitt. 

328579_2_800

Plantan sjálf er Tillandsias eða Loft planta. Hún þarfnast ekki jarðvegs því vatn og aðra næringu fær hún í gegnum laufblöðin. Hún hefur þó rætur en þær eru meira sem akkeri fyrir plöntuna. 

328579_5_800

328579_6_800

 

 

 

 

 

Svo koma þeir í svo fallegur umbúðum, tilvalin gjöf fyrir plöntu áhugafólk eins og mig og enn betra það þarf ekki mikið “viðhald” bara rétt að úða á þá 2-3 sinnum í viku.

Ég mæli með að þið kannið Etsy síðuna, þið munið öruggulega finna eitthvað áhugavert.

-Svava Halldórs-

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *