Mér þykir ægilega gaman að standa í eldhúsinu mínu og gera góðann mat, kökur eða jú brauð. Ég hef þó alltaf átt einhvað svo erfitt með brauð bakstur. Brauðið hefast ekki, verður ekki nógu mjúkt … eða meira eins og grjót daginn eftir. Ég er einnig frekar óþolinmóð týpa og að bíða í heilann klukkutíma eftir að brauðið hefast er fer ekki alveg nógu vel í mig. Því var ég svo ægilega ánægð þegar ein úr mömmuhópnum mínum kenndi mér á þetta líka svakalega einfalda, kaldhefaða brauð sem ég get galdrað svona svakalega auðveldlega fram snemma morguns …. uppskrift sem klikkar ekki og er auðveldari í gerð en að hoppa út í bíl og kaupa í bakaríinu …. og mikið betra ! :)

Screen Shot 2016-07-02 at 14.51.04

Uppskriftina  gaf mér ein af stelpunum í mömmuhópnum mínum hér í Danmörku og því kalla ég brauðið:

Danska mömmuhóps brauðið

625gr hveiti (1 líter eða 10 dl)

5 dl eða 1/2 L vatn (bara kalt úr krananum)

2 tsk salt

1/4 tsk þurrger

Aðferð:

1. Setjið vatn í skál og hrærið gerinu saman við (bara með sleif)

2. Þurrefninu blandað saman við (líka bara með sleif)

3. Setja plastfilmu yfir skálina og leifa að hefa sig á borðinu yfir nótt (12 tíma)

4. Eftir að deigið er búið að hefa sig er það frekar fljótandi og með loftbólum. Kveikið á ofninum á 250 gráður, blástur og setjið millistórann pott (3-4L pott) með loki inn í ofninn.

5. Setjið vel af hveiti á borðið og hellið deginu á borðið og veltið því upp úr Hveitinu ca. 3 sinnum.

6. Þegar potturinn hefur hitnað upp í 250 gráður takið hann út úr ofninum og setið deigið í pottinn og lokið yfir og inn í ofn í 30 mín. (ekki smyrja pottinn)

7. Þegar þessar fyrstu 30 mín eru liðnar takið lokið af pottinum, lækkið hitann í 230 gráður og bakið í 15 mín í viðbót eða þangað til skorpan er orðin fallega brún – takið pottinn úr ofninum og hellið brauðinu úr.

Gjörið svo vel og njótið yndislegs brauðs með stökkri skorpu.

Screen Shot 2016-07-02 at 14.52.38

e6l6xpp8bzycw0uywce2

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *