Igen, Igen – rauðlogaði snappið mitt vegna beiðni upp uppskriftar.

Fastelavn er einskonar Danskur Öskudagur. Börnin klæða sig upp og slá köttin úr tunnunni í leikskólunum eða skólum. Í gamla daga var víst gengið hér hús á milli og sungið

Fastelavn er mit navn,
boller i min mave,
hvis jeg ikke boller får,
laver jeg ballade

Og eins og tekstinn segir sungu börnin um það að ef þau ekki fengu bollur frá nágrönnunum myndu þau …. lave ballede, eða gera einhvað að sér – vera með læti …. osfrv.

Þess vegna er það hefð í kringum Fastelavn að baka svokallaðar “Fastelavns boller” bollurnar eru þó misjafnar eins og þær eru margar – það eru til smjördeigs hringur með vanillubúðing í miðjunni, það sem svipar til vínabrauðst – sumir gera bollur með rjóma eins og við á íslandi (þó langt frá því að vera jafn gott) en flestir gera þessar gamaldags – gerdeigsbolla með fyllingu.

Ég ætla því að gefa ykkur uppskriftina af þeim sem ég geri – en fyrir mér er enginn Febrúar nema með Nóóóóg af fastelavnsbollum.

DEIG

3 og 1/2 dl Mjólk
50 gr Ferskt Ger
3 1/2 matskeið Sykur
125 gr Smjör
1/2 tsk Salt
450 gr Hveiti

Aðferð:
Smjörið er brætt og mjólkinni svo bætt við smjörið – þessi blanda á að vera svona …. hlandvolg (já ég kem af sjómönnum þar sem þetta orð hefur verið mikið notað)
Ofan í þessa blöndu smuldrar þú (skoh kom nýja orðið að góðum notum) gerinu ofan í og leifir því að leysast upp á meðan þú blandar létt með skeið.
Þurrefnunum er blandað saman í hrærivélaskál og vökvanum bætt við – ef deigið er of blautt, ekki hika þá við að bæta við meira hveiti – en einsog ég sýndi á snappinu um daginn er gott að miðast við það að deigið sé að losna frá hærivélavélaskálinni án þess að vera orðið þurrt – skiljiði??

Þegar deigið er tilbúið setjið þið filmu yfir og viskustykki og látið deigið bíða í 1 klukkustund á notalega heitum stað í húsinu.

VANILLUKREM

1 Egg
2 matskeiðar Sykur
2 dl Mjólk
1 og 1/2 matskeið hveiti
1/2 vanillustöng

Súkkulaði til að leggja ofan á kremið ef þið viljið – ekki must.

Aðferð:
Öllu blandað saman í lítinn pott og hitað upp við suðu á meðan þú hrærir stanslaust í. Kremið á að hræra í pottinum þangað til það er orðið þykkt – einsog búðingur.
Vanillukremið er sett inn í ísskáp og látið kólna á meðan deigið hefast.


Svooooo….. er komið að næsta skrefi.
Þegar deigið hefur hefast er það skift í ca 4 parta. Hver partur er flattur út í ca 1 cm þykkan botn – skerið deigið í nokkra ferkanta. Ca ein matskeið af kremi er sett í miðjuna á hverjum ferkant (stundum eins og ég gerði hér setti ég smá súkkulaði ofan á kremið líka) og hornin klipin saman svo engin útgönguleið er fyrir kremið. Hliðin við samskeitin er svo sett niður á bökunarplötuna.
Nú eiga bollurnar að hefast í annan klukkutíma.
Þar á eftir er penslað með eggjum og bakað í 200 gráðu heitum ofni í 10-15 mínútur.

Svo eru bollurnar puntaðar með glassúr og smá “drussi” (ég er on fire með ný orð hah 🙂 )

Uppskriftin virðist flókin – en ég lofa – þegar þið byrjið er hún það ekki.

VELBEKOMMEN

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *