Mér finnst svo ægilega skemmtilegt að prófa einhvað nýtt fyrir helgarbrunchinn á heimilinu. En um helgina prófaði ég mig áfram með voða danskt salat á ekta danskt Rúgbrauð með helling af góðum kornum og fræjum.

Salatið smakkaðist svo ofboðslega vel að ég skellti í annað um kvöldið sem dæturnar fengu með í nestið daginn eftir.

Þið bara verðið að prófa !! 🙂

Danskt Eggjasalat

Þú þarft …..
6 harðsoðin egg
Hálfann bakka af klipptri, ferskri Karsi (mynd að neðan)
Salt eftir smekk
Karry eftir smekk, má smakkast vel af karrý, ég nótaði ca 2-3 teskeiðar.
2 Epli
100 gr Majónes
50 gr sýrður rjómi
** má alveg sleppa majónesinu og nota bara sýrðan rjóma eða öfugt.

Aðferð:

1. Eggin soðin og kæld.
2. Majónesinu, sýrða rjómanum og kryddunum  og Karsi (nema salti) bætt við.
3.  Epli og Eggin eru skorin í bita og sett út í og öllu hrært saman með skeið.
4. Saltað eftir smekk.

Borið fram með Dönsku Rúgbrauði.

Verði ykkur að góðu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *