Ég var að prófa þennann skrúbb frá Verandi Ísland og er að fíla hann í tætlur. Þetta er umhverfisvænn skrúbbur frá Íslenskri framleiðslu. Hann er aðeins úr náttúrulegum hráefnum eins og kaffikorg sem er endurnýttur frá Te og kaffi, hreinu íslensku sjávarsalti, þara og olíum.

Skrúbburinn hreinsar og endurnýjar húðina, dregur úr bólgum og roða, eykur blóðflæði og dregur úr appelsínuhúð. Eftir að hafa borið hann á verður húðin alveg rosalega mjúk og smá olíukennd. Maður ilmar alveg ótrúlega vel og verður einhvern vegin alveg endurnærður. Ég hef áður verið að reyna búa til svona kaffiskrúbb sjálf en sá komst ekki nálægt þessum þar sem þessi hefur allt það sem til þarf. Hann er einnig á mjög sanngjörnu verði. 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *