Þið verðið að afsaka að það hefur varla heyrst í mér hérna í langann tíma, en ég er búin að vera í þriggja og hálfs viku fríi og enn að púsla mér saman eftir að við komum heim á sunnudaginn. Svefninn er í rugli og ég er ekki aaaaalveg tilbúin að gefa lúxus sumarfríslífið uppá bátinn til að fara að byrja að vakna í vinnu á hverjum morgni. En þó maður njóti sín í sumarfríi fær maður alltaf einhvern veginn nóg eftir frí og byrjar þá að lofa sér allskonar loforðum um hollari og bættari lífstíl. Vanalega kemst ég yfir þá tilfinningu á degi 3 en í þetta skiptið er ég enn á þeirri hugmynd að reyna að hugsa betur um hvað ég set ofaní mig og ættla líka að byrja að reyna að styrkja líkamann með því að drífa mig í tíma uppí þreksal og koma mér aftur í að hlaupa (ég kem með updeit seinna hvernig það gengur;))

Við vorum í smá nammistuði áðan eftir vinnu og ákváðum að skella í einn grænann djús i staðinn fyrir að sleppa okkur í namminu, og ég er ekki frá því að það sló á nammi þörfina. Við fjárfestum í djúsvél rétt áður en við fórum út og hefur ískápurinn aldrei verið jafn fullur af grænmeti í öllum regnboganslitum eins og núna. Djúsinn sem við gerðum áðan er fyrsti græni sem við höfum prófað, en erum með ca. 10 uppskriftir sem við erum búin að safna af netinu og ættlum að prófa okkur áfram. Við betrum bættum þennan fyrir neðan, þar sem að hvorugt okkar er spennt fyrir selleríi en þeir sem eru fyrir það geta alveg bætt því við þannig ég set fulla uppskrift inn hér

IMG_3529

1 Grænt epli

3 handfylli af spínati

6-8 Kál lauf (heitir Kale á ensku – ekki viss með íslenska nafnið)

1/2 Gúrka

1/2 Sítróna

4 Sellerí stönglar

Ég mæli með að byrja á gúrkunni eða 1 eplinu til þess að ná smá flæði í safapressuna og taka svo kálið og spínatið á milli og enda svo á eplum þar sem að þau hreynsa úr vélinni inní pressuna. Við lenntum í smá basli með kálið þar sem að stilkurinn er svolítið erfiður, þannig við rifum blöðin af stóra stilkinum og þá flaug kálið í gegnum vélina, en þið getið prófað bæði. Mér fannst þessi mjög ferskur og góður og algjör orkubomba ef maður nennir að skutla í einn fyrir vinnuna.

IMG_3532

Við gerðum tvöfalda uppskrift afþví við vorum tvö og fengum ca. hálfann líter af safa úr þessari uppskrift.

IMG_3533

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *