Mér finnst fátt skemmtilegra en falleg heimili og ætlaði mér lengi að verða innanhúshönnuður, hver veit nema að ég taki stefnuna þangað eftir námið í grafískri miðlun. Ég á það til að gleyma mér klukkutímum saman í að skoða falleg heimili inná pinterest og dett þaðan oft inná skemmtileg Home design blog. Ég get ekki beðið eftir að kaupa mína fyrstu íbúð og gera hana að minni. Nú er mikð um björt og falleg heimili sem að mér finnst mjög flott en mig langar til þess að hafa dökka veggi og huggulegheit því það er ákveiðinn “heima” fílingur fyrir mér og svo er ég ótrúlega hrifin af fallegum veggfóðrum. Ég á eflaust eftir að deila með ykkur fleiri heimilis hugleiðingum svona þangað til að hlutirnir verða að veruleika.

-VS

   

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *