Ég fór í afmæli um helgina og setti mynd af mér á instagram @vittosol. Ég hef fengið mörg hrós fyrir “dressið” eða samfestingin og spurningar um það hvar ég fékk hann.

Samfestingurinn er af Missgudied. Ég hef aðeins einu sinni pantað þaðan og var mjög sátt með þjónustuna, pakkinn var komin til landsins innan við 2 daga. Mér finnst þó stærðirnar ekki alveg 100% og mæli með því að taka frekar minna.

Hér er slóð á samfestinginn.

Ein sæt lazereye og blurr mynd af vinum fær að fylgja með.

Ég er svo búin að vera prófa skipulags app og segi ykkur fljótlega frá því, hvernig það virkar og gengur því  ég lofaði að leyfa ykkur að fylgjast með því.

Xoxo

-VS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *