HÆ!

Ég heiti Drífa og er ein af DÆTRUM

Fyrsta bloggið virðist vera erfiðasta bloggið – að kynna sig, lýsa sjálfum sér og lífinu sínu!

Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja… ég er 23 ára (ég mun halda í þessa tölu fram á seinasta dag) og bý með kærasta mínum og syni í Odense – Danmörku. Ég virðist framleiða börn eins og enginn sé morgundagurinn en við erum að bíða eftir lítilli systur sem við eigum von á í lok þessa mánaðar eða byrjun næsta!

12308643_10153322342152685_5137545208819385660_n

Hver er ég og á hverju hef ég áhuga?

Ég er annar eigandi Sirkusshop.is, förðunarfræðingur sem fær nýjar hugmyndir á hverjum degi varðandi hvað ég vil gera og er líklegast með þeim fljótfærari í bransanum – ég er innilega framkvæmdaglöð og til í flest allt. Ég læt mig sjaldan vanta á Airwaves eða Sónar – nema á meðan útungun stendur! Ísland á mig ennþá – ég kem líklegast 4-6 sinnum á ári til Íslands ef við miðum við síðustu tölur svo ég á erfitt með að líta á mig sem all in Dana eins og er!

12034283_10153231212282685_8999330139017581511_o

Ég ásamt vinkonu minni og besta buisnesspartnernum! 

Ég var bloggari á Fagurkerar.is, og bloggaði þar í heilt ár og naut þess í botn – en í byrjun þessa árs fór hugurinn á flug og mig fór að dreyma um eigið blogg – með mínum áherslum og  nýjum lesendahóp og eins og ég segi þá er ég framkvæmdaglaður einstaklingur og ákvað að hafa samband við þá sem ég hafði auga á og FRAMKVÆMA.

Ég hef þetta ekki lengra í bili – þetta er ég!

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *