Október mánuður er helgaður Baráttunni gegn Brjóstakrabbameini.

Ég ætla að stíga enn og aftur út fyrir þægindarammann minn – ég ætla að opna mig fyrir ykkur og segja ykkur frá hluta af mér og mínu lífi, sem ekki margir þekkja.

Fyrir nokkrum árum síðan fékk ég þær upplýsingar að möguleiki gæti verið á því að ég bæri gen sem gæti haft ansi mikil áhrif á líf mitt. Gen sem lítið hefur verið talað um, það lítið að ég hafði ALDREI heyrt áður um það getið.

Þegar genið hefur fundist í fjölskyldunni færð þú val um það hvort þú viljir fara í þetta gena-test eða ekki og ákvað ég að láta tjekka á mér.

Genið sem ég hef fengið að vita að ég beri, ber heitið BRCA en það setur mig í áhættuhóp brjóstakrabbameins sem og krabbameins í eggjastokkum. Einnig hefur fundist tenging á milli BRCA og t.d húðkrabbameins. Genið gerir það að verkum að krabbameins frumurnar vinna hraðar í líkumum okkar sem bera genið og er því mikilvægt að nappa mein strax á byrjunarstigi.

Ég heyrði fyrst talað um genið þegar Angelina Jolie fór í fyrirbyggjandi brjóstnám og lét fjarlæga úr sér eggjastokkana og gætu sumir þekkt það þaðan.

Þegar ég fór í test-ið hugsaði ég mikið um það hvernig ég myndi bregðast við niðurstöðunum. Ég var og er enn á jákvæðu nótunum – allir geta fengið brjóstakrabbamein, eða hvers kyns krabbamein. Við sem berum genið BRCA fáum þó að fara regluglega í myndatökur og læknar halda augunum kannski örlítið meira opnum þegar ég mæti til læknis en ef ég ekki væri beri (mín skoðun). Hér í Danmörku er til dæmis mjög erfitt að komast áfram til sérfræðings eins og til dæmis húðlæknis. Fæðingarblettir eru skoðaðir af heimilislæknum og svo ertu þá send áfram ef einhvað kemur úr því – ég hinsvegar hef minn eiginn húðsjúkdómalækni eingöngu vegna þess að ég beri þetta gen.

image23

Vegna BRCA fer ég minnst tvisvar á ári í brjóstamyndatöku og eftir að ég hef náð 28 ára aldri fer ég reglulega í blóðprufu og test fyrir eggjastokka krabbameini.

Ég hef einnig möguleika á að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám. Þar sem brjóstvefirnir eru fjarlægðir (og stundum einnig geirvörturnar) brjóstin eru síðan byggð upp á ný ef vilji er til þess. Minn læknir mældi með því að ég tæki þessu boði þegar ég hef lokið barneignum.

Einnig er mælt með því að láta fjarlægja eggjastokkana – þó er það fyrst mælt með eftir 35 ára aldurs. Að láta fjarlægja eggjastokkana getur falið í sér fleiri meðfylgjandi vandamál.

Já …. svona vel tók ég þessum fréttum.

Vandamálið liggur þó á öðrum stað hjá mér. Ég er hrædd. Við hvað veit ég ekki alveg. Ég er hrædd við að mæta í myndatökuna – ég er hrædd um að þá byrji ég einhvað ferli sem ég eiginlega veit ekki sjálf hvað er. Ég er hrædd við að ef ég fer í myndatöku, þarf ég líka að fá svar – það svar er ég hrædd við, en þó hræddari að fara ekki í þessa blessuðu myndatöku.

Já hrædd – fram og til baka hrædd. Hrædd við óvissuna, óskyljanlega.

Ég veit samt að ég er ekki ein. Í heiminum erum við BRCA systur einsog kallaðar eru,  ansi margar sem allar getum deilt með hvor annarri reynslum, hugsunum, hræðslum og spurningum. Á sama tíma eru einnig nokkrar BRCA systur Íslenskar og margar hér í Danmörku.

Ég tók þó þeirri ákvörðun, og stend enn föst á henni að ætla mér að þyggja fyrirbyggjandi brjóstnám og hefur það verið á planinu hjá mér í ansi langann tíma að taka skrefið og fara í viðtal hjá þeim lækni sem sér um mig – en það væri viðtal við lýtalækni sem sérhæfir sig í enduruppbygginu brjósta eftir brjóstnám hvort sem það er fyrirbyggjandi eða ekki. Það er sama hér og með myndatökuna. Það að taka upp símann og setja niður tíma í viðtal við lækninn minn kemur að stað ferlinu, ferlinu  sem ég er tilbúin í og viss um að ég vilji taka – en einhvernveginn líður mér eins og ég sé að stoppa tímann með því að byrja það ekki.

 36cb71e1b094eae443e8b50566c24203

Með því að skrifa þessa litlu grein – tek ég þátt á minn hátt að vekja athygli á baráttunni gegn brjóstakrabbameini. Ég æta að nýta mér þennann árlega viðburð til þess að skvetta í andlytið á mér og hringja í lækninn minn, segjast vilja fara í myndatökuna sem ég hef ekki mætt í svo lengi. Ég vil einnig nýta tækifærið og segja við allar þær konur sem ekki hafa mætt í sínar reglubundnu skoðanir að mæta, núna … mætum saman.

Ég er móðir og eiginkona. Af hverju nýti ég mér ekki þá auka heilbrigðisþjónustu sem mér tilbýðst til þess að passa betur upp á líkama minn – að vera meira vakandi, með opnari augu.

#mywhys / #mínarástæður

Þetta myllumerki var startað á alþjóðlegu síðu BRCA systra en hér að neðan má sjá #mínarástæður

12241795_10208449902070899_5304155494259732514_n

Þetta er Scary – Þetta er ótrúlega Scary – En saman getum við þetta !

GIRL POWER !! 🙂 <3

http___signatures-mylivesignature-com_54494_234_18c0322c36a11c0dd6eabd82b1199df7

3 comments

Reply

Í þetta skipti bara verð ég að kommenta og hrósa þér fyrir að vera svona mikil hetja og deila þinni sögu með alheiminum.
Eigðu yndislegan föstudag!

Reply

Að klára málið og ljúka aðgerðinni er andlega frelsandi! You go girl💜 Kveðja Brca kona með uppbyggð brjóst og enga eggjastokka en fyrst og fremst STOLT og vel upplýst KONA 😚

Reply

Sæl Hrafnhildur.
Þú vest ekku hvað mér þykir vænt um þetta komment frá þér !! Takk fyrir þetta !! Ég stefni á aðgerð en er einhvað hrætt við að láta fjarlæga eggjastokkana??
RISA KNÚS
Alex

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *