Nú er ég í ÍAK Einkaþjálfaranámi í Keili og er að klára fyrri önnina af tveim. Þetta nám er einn hafsjór af skemmtilegum upplýsingum og verklegu tímarnir eru hrikalega skemmtilegir! Svo ég tali nú ekki um allt frábæra fólkið sem ég er búin að kynnast. Að hafa skellt mér í þetta nám er klárlega eitt það besta sem ég hef gert árinu!

Mig langaði til að deila með ykkur einu myndbandi sem okkur var nýlega bent á í náminu. Það er um hreyfingu og hvers vegna ALLIR ættu að hreyfa sig daglega. Mér finnst nefnilega búið að tengja hreyfingu alltof mikið við það að grennast. Það er eins og maður eigi að fara í ræktina til að missa ákveðið mörg kíló og svo þegar þau eru farin þá máttu bara slaaaka.

Hreyfing er svo miklu meira en það! Áhrifin sem 30 mín hreyfing á dag hefur á líkamann eru gríðarleg. Vissuð til að hreyfingarleysi er ein helsta dánarorsökin í dag?

Ég fór jú einu sinni alltaf í ræktina til að verða mjó – en í dag hreyfi ég mig vegna þess að ég vil vera heilbrigð, bæði líkamlega og andlega.

Ég hvet ykkur eindregið til að horfa á þetta myndband til enda.

Þessar upplýsingar er gott að hafa bakvið eyrað núna þegar desember er genginn í garð.

Þangað til næst,

Lilja Rún

Snapchat: liljarunj

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *