Hvernig geta augabrúnir breytt lífinu?
…jú ég ætla að segja ykkur frá því í video-inu hér að neðan!

Ómáluð, þvílíkt frelsi!

Ath! Ég bendi á linka á tveim stöðum í video-inu, youtube vildi ekki leyfa mér að hyperlinka þá
svo hægt er að ýta á þá fyrir neðan video-ið eða hér fyrir neðan.
Fanney Gunnarsdóttir – Varanleg förðun Akureyri
Katrín Mist – Instagram, tónleikaundirbúningur og fleira framundan

 

Ferlið

Efsta myndin er fyrir
Nr.2 strax eftir fyrsta skiptið
Nr.3 Fyrir endurkomuna, mánuði seinna
Nr.4 Eftir endurkomuna.


Hin brúnin fyrir og eftir.

Ég hef mikið verið spurð hvort þetta sé ekki vont. Ég myndi nú ekki segja að þetta sé þægilegt en þetta er alls ekki mjög sársaukafullt. Hún setur deyfikrem svo þetta er alls ekki svo hræðilegt. Hún er líka mjög fljót að þessu. Mínar brúnir eru sennilega stærra verkefni en svona hjá hinni venjulegu konu en hún var 2 tíma í fyrra skiptið og rétt rúmlega 1,5 í seinna.
Af þeim tíma eru þetta ekki nema kannski 10-15 mín sem hún var að skrapa tattúið sjálft í.

Mjög notalegt hjá henni.

Fanney Gunnarsdóttir

Ég mæli mikið með því fyrir þá sem hafa áhuga að skoða líka facebook síðuna hennar, þar er hún með mikið af fyrir og eftir myndum, mínar brúnir verða auðvitað aldrei jafn perfect og hjá einstakling sem er með brúnir fullar af hárum. Það er auðvitað alltaf aðeins meiri “skuggi” í þeim þar sem er mikið af hárum og minna þar sem eru skallablettir og bara tattoo, nema ef mér tekst að láta þær í friði extra lengi sem kemur alveg fyrir.
Maður sér hinsvegar ekki að það vanti hár í þær nema maður fari að rýna alveg ofan í þær, svo ég er frjáls úr böndum augabrúnapennans!
Ég bað um að þær yrðu ekki alveg dökkar og skarpar þar sem ég vildi frekar geta skerpt þær meira sjálf t.d. þegar ég mála mig og þess háttar.

Ég gæti ekki mælt meira með Fanney, mér finnst ég nánast hafa eignast nýtt líf eftir að ég fékk augabrúnir.

Fanney starfar á Arona snyrtistofu á Akureyri.

Færslan er unnin í samstarfi við Fanney Gunnarsdóttur

Takk fyrir lesturinn og áhorfið
Þar til næst..

Katrín Mist

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *