Mér þykir ótrúlega gaman að vera fín eins og ef til vill flestum en minna gaman að hafa mig til eins og margir aðrir kannast örugglega líka við. Þegar ég hef mig til set ég á mig farða, sólarpúður, fylli inn í augabrúnir þegar ég nenni, smá maskara og gloss og þetta tekur mig undir 15 mínútur.

Nú yfir hátíðarnar eru allskyns jólaboð, tónleikar og aðrir viðburðir þar sem maður fer í fínni fötin og vill gjarnan leggja meira í förðunina. Það segir sig þó sjálft að ef maður fer á skíði 3 sinnum á ári getur maður ekki verið einhver sérfræðingur, ég flagga gerviaugnhárum mögulega jafn oft. Ég ákvað því að deila með ykkur einni “idiot proof” augnförðun.

Allt sem þarf eru tveir augnskuggar einn dekkri tóna og annan ljósari, hyljara, maskara og gerviaugnhár. Fyrir utan hið venjulega í snyrtibudduni  þ.e.a.s. farða, púður og maskara og þess háttar er fínt að eiga eina augnskuggapalletu sem hægt er að draga fram við svona tilefni.  Ég lýg því ekki að ég á þær nokkrar en ein er alveg meira en nóg. Ég er með hazel græn augu og finnst  því hlýir litir fara mér best, uppáhalds palletan mín er Morphe 35O og hún er í rauninni sú eina sem ég nota.

Morphe 35O er í sölu hjá fotia.is en er því miður oftar en ekki uppseld og hér eru því 3 aðrar fallegar palletur í hlýjum tónum.

35OS inná fotia.is 4.990 kr

CP06 PRO inná alena.is 5.490 kr

Rose Gold 3 in 1 inná haustfjord.is 4.190 kr

Fyrir dekkri tóninn valdi ég sterkann mattann orange tón. Ég byrja á því að setja hann í augnkrókinn og passa helst uppá það að blanda vel að ofan þannig að liturinn er dekkstur alveg við augnkrókinn og lýsist svo upp. Það er ekkert mál þó svo að það fari augnskuggi langt niður á augnlok því er reddað með hyljara, þetta er jú allt saman idiot proof ekki satt. Næst tek ég því hyljarann og set yfir allt augnlokið fyrir neðan krókinn. Mér þykir best að setja smá á handabakið og á augnlokin með bursta. Á þessu stigi er frekar skörp lína á milli og þetta lýtur fáránlega út en ekki örvænta. Nú tek ég ljósari tóninn og hér valdi ég ljósbleikan shimmer tón og set yfir hyljarann, ég dreg hann svo einnig aðeins upp á dekkri tóninn til að draga úr línunni.

Í lokin er það svo smá maskari á bæði efri og neðri augnhár og til að setja punktinn yfir i-ið eru það gerviaugnhár. Augnhárin þurfa alls ekki að vera dýr, hér er ég með ódýr augnhár úr Hagkaup, einnig er að finna mikið úrval af flottum og ódýrum augnhárum inná haustfjord.is. Það að setja á sig gerviaugnhár getur verið ákveðin kúnst og tók mig smá tíma að læra inná en lykillinn á bak við það er að leyfa líminu að þorna smá á augnhárunum áður en þau eru sett á og að haf augun ekki alveg lokuð og pýrð saman.

Þetta er allt og sumt, ágætis idiot proof förðun sem vonandi gagnast einhverjum.

Xoxo

Viktoría Sól

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *