Gleðilegt Ár Kæru Lesendur.

Nú erum við að koma okkur í rútínu á ný hér heima í Danmörku.
Mamma og Pabbi eru ný farin heim til sín, til Íslands og vikumatseðillinn var skipulagður í dag fyrir komandi viku og keypt inn…
…. með smá grænmetis þema má segja.

Ég sjálf eeeeelska góðar súpur en þó frekar erfitt að fá stelpurnar okkar til þess að nenna að borða þær. En þær eru mjög vissar um að Súpur séu ekki góðar, sama hvað.

Ég spurði mig þá að því, hvað finnst þeim best? PASTA
Mér og Erik? Súpa
= Súpa með Pasta verður það

og þær eeelskuðu útkomuna.

**ath. uppskriftin er fyrir 4, í tvo daga. Ég geri alltaf mat fyrir tvo daga í senn svo ég þurfi ekki að elda á hverjum degi. Fjölskyldan hefur vanist því vel og allir ánægðir með þessa uppsetningu**

Uppskrift:

4 Gulrætur
1 Gul Paprika
2 Stórir Laukar
3 Hvítlauksgeirar
1,5 L Grænmetissoð (vatn og grænmetisteningar)
800gr Hakkaðir Tómatar í dós
1 dl Rjómi
1 dós Gular baunir
Hálfur Poki frosnar Grænar baunir
500g Tortellini með Spínati og Ricotta.
Salt og Pipar eftir smekk – ég skellti líka smá hvítlaukspipar í.
** Toppað með Parmesan ost
**Borið fram með Hvítlauksbrauði

Aðferð:

  1. Steikja Lauk, Hvítlauk og grænmeti upp úr olíu þar til Laukurinn er farinn að mýkjast.
  2. Grænmetissoð, Tómatar í dós og Rjómi bætt í og soðið þar til gulrætur og Paprika er mjúk.
  3. Baunir bættar út í og soðið í 5 mín.
  4. Pasta bætt í og soðið þar til tilbúið.
  5. NJÓTA með Parmesan og Hvítlauksbrauði.

Súpan var algert æði og Stelpurnar ELSKUÐU súpuna og sama um okkur.

Ég vona að þið prófið þessa súpu og setjir ykkar persónulega “twist” á hana.

KNÚS

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *