Hæ kæru lesendur!

Ég hef fengið nokkrar spurningar uppá síðkastið á snappinu hvort ég sé hætt að blogga, en nei ég er enn hér!

Ég hef haft HELLING að gera seinustu vikur, en ég skráði mig í nám á Bifröst og hef verið á fullu að skila verkefnum og læra – eitthvað sem ég hef ekki gert alltof lengi! Ég var búin að steingleyma því hvað það er ótrúlega gaman að skora á sjálfan sig og sýna sér hvað maður getur.

Við erum búin að ferðast helling seinustu mánuði, og nú erum við að fara til Noregs í næstu viku í brúðkaup sem verður ótrúlega skemmtilegt, ég er einmitt að fara að farða brúðina!

Krakkarnir fögnuðu 1 og 3 ára afmælunum sínum núna í júlí&ágúst en það var yndislegt að halda uppá afmælið þeirra saman og hitta alla sem komu í afmælið – það er nefnilega tilvalið að halda einn svona event þegar maður kemur til Íslands og hitta alla.

Æ þetta blogg er í rauninni óskum einfalt og stutt, mig langaði að setja smá inn – hvað er í gangi og hvar við erum!

Nokkrar myndir frá seinustu vikum og mánuðum!

Þegar pabbinn veiddi fisk!

Mamman var ekki eins heppin…

Afmælisstrákurinn

1 árs skottið

Krílin sofnuðu kl 19 eftir afmælisveisluna, enda mikið fjör!

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *