Það hentar ekki öllum að stunda hreyfingu í líkamsrækt. Og þó það henti, þá er ekki óalgengt að fólk fái smá ræktarleiða.

Nú er ég búin að vera að fara í ræktina sirka 6 sinnum í viku að lyfta í rúmlega eitt og hálft ár. Um daginn fékk ég svo bara ógeð. Það gerist. En um leið og það gerist er nauðsynlegt að breyta til. Ég ákvað að skrá mig í Bootcamp hérna á Akranesi. Það er kennt klukkan 6 á morgnana alla virka daga. B manneskjan sem ég er var pínu efins en ég ÆTLAÐI að mæta. Í dag er ég svo búin að vera í 3 vikur og það venst ótrúlega vel að vakna svona snemma og það er hrikalega gaman að æfa í smá hasar og látum með fullt af fólki. Svo finnst mér furðu skemmtilegt að kíkja í ræktina um helgar og taka létta æfingu þar.

182427707

Það er nefnilega svo nauðsynlegt að finnast sú hreyfing sem maður stundar skemmtilegt. Ef hreyfing er skemmtileg þá er líklegra að hún sé stunduð. Þá fer maður líka að setja sér markmið tengd hreyfingunni, en ekki tengd td. vigtinni eða útliti. Hreyfing á að vera stunduð fyrir aukið hreysti, styrk og almennt heilbrigði. Ef nokkur kíló fjúka með þá er það bara bónus.

c096efdefaa30f480d41a6e0c7be4092

Ég átta mig á því að það er erfitt að byrja, sérstaklega ef einstaklingur er í yfirþyngd. En það er nauðsynlegt að byrja einhversstaðar.

Ef markmiðið er að grennast eru jú lyftingar ákjósanlegar. Aukin vöðvamassi = meiri grunnbrennsla. Þá er gott að byrja í ræktinni, fá jafnvel leiðbeiningar hjá þjálfara eða einhverskonar plan. Um leið og maður lærir æfingar og tæknina þá fara markmiðin ósjálfrátt að breytast frá því að vera útlitstengd í að vera tengd hreyfingunni. Ef ræktarsalurinn hentar fólki engan veginn er gott að prófa hóptíma eða námskeið.

Það er nauðsynlegt að prófa sig áfram og finna þá hreyfingu sem hentar. Öll hreyfing er góð, sama hvers eðlis hún er! Það er alls ekki nauðsynlegt að fara í ræktina í tvo tíma  á dag, þó það virðist oft vera normið.

Um leið og púlsinn fær að hækka nokkrum sinnum í viku verður brennslan meiri og líkaminn heilbrigðari.

Ekki festast í of mikilli rútínu, breyttu til! Það er svo gaman að prófa eitthvað nýtt!

Lilja Rún

Snap: liljarunj

2 comments

Reply

Hvað mæliru með að borða fyrir æfingu sem er ekki of þungt í magann en hjálpar samt svo manni verði ekki óglatt og ringlaður??? 🙂

Reply

WOW ég var bara að sjá spurninguna þína núna Rebekka .. En ég er að henda í færslu um hvað er best að borða fyrir æfingu 😀 Heppilegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *