Nýlega uppgötvaði ég nýjar snyrtivörur hérna í Danmörku og fór að lesa mér til um sögu fyrirtækisins. Það var ung dönsk stelpa sem stofnaði fyrirtækið eftir að hún fór í sakleysi sínu að láta rannsaka blóð sýni úr sér ásamt hópi af öðrum konum þegar hún var ólétt árið 2006. Hún var yngst í hópnum, en jafn framt sú sem var með hæstu eiturefna tölurnar í líkamanum. Hún kom heim í hálfgerðu sjokki, hvernig gat það verið? Hvað er ástæðan? Eftir mikla rannsókn kom uppúr kafinu að þetta voru hennar mikið elskuðu snyrtivörur sem hún löðraði á sig án samviskubits á hverjum degi undir þeim forsendum að hún væri sko aldeilis að dekra við sig og hún keypti jú auðvitað bara það besta?

Ég verð að viðurkenna að ég er ein af þeim sem nenni eiginlega ekki að nota tímann í að leita uppi hvert eitt og einasta innihaldsefni… þarf ég þess virkilega? Þetta tekur óendanlegann tíma… æji ég horfi á þátt í staðinn, þetta má bíða betri tíma.

Í dag breyttist það, ég var eitthvað löt og nennti ekki alveg strax fram úr rúminu á meðan kærastinn dundaði sér í eldhúsinu. Ég var að vafra um á netinu og var að setja vörur frá Mario Badescu, sem jú allir helstu snapparar og bloggarar heima gera ekki annað en að tala um í körfuna, þegar ég ákvað að finna þriðja aðila síðu á netinu og copy/paste-a innihaldsefnunum inná og skoða hverju ég væri nú að fara að smyrja á andlitið á mér í góðri trú. 1, 2, 3, 4… Rauðglóandi merki hoppuðu upp af ca. 15 innihaldsefnum og 2 tilviðbótar sem voru klössuð sem appelsínugul. Ég verð að viðurkenna að mér brá svolítið. Hér var ég með vöru sem svo margir eru að nota og auglýsa án þess að svo mikið sem gera sér grein fyrir hvað er verið að auglýsa, eða hvað er í vörunum? Ég ættla ekki að setja nein leiðindi út í alheiminn gagnvart þeim sem nota vörurnar eða kjósa að tala um þær á sínum samskiptamiðlum, því augljósalega eru þeir að tala um virkni vörunnar, sem er eflaust frábær, en ekki innihaldið.

Minn boðskapur er einfaldlega sá að það er undir okkur komið að pæla aðeins meira í hlutunum… skoðum innihaldið og pælum aðeins í því sem við erum að nota, því það kemur ekki niður á neinum öðrum en okkar eigin líkama hvað við setjum á okkur.

natural-ingredients-for-skin-care-that-work-super1

Nú hefst leitin hjá mér að snyrtivörum með efnum sem eru ekki skaðleg og safnast ekki upp í líkamanum á mér og valda á endanum krabbameini, ofnæmisviðbrögðum, útbrotum og öðrum viðbjóði. Því ég nýt þess jú ennþá að dekra við mig og vita að ég er að hugsa vel um húðina á mér, en nú með meiri vitneskju um ósýnilegu hætturnar.

Fyrir neðan er stuttur listi yfir efni sem komu upp sem skaðleg í þessari örstuttu leit minni í morgun.

Ég skora á ykkur að skoða innihaldsefna listann á uppáhaldsvörunum ykkar og sjá hvort þessi efni leynist í þeim:

Diazolidinyl Urea

-Imidazolidinyl urea

-DMDM hydantoin

-Sodium hyroxymethylglycinate

Propylene Glycol

-Cinnamal

-Parfum

Methylparaben

Propylparaben

Munum líka að þó að vara auglýsi sig sem góða vöru án alskyns efna, þýðir það ekki að það séu engin skaðleg efni í vörunni!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *