Færslan er ekki kostuð

Ég segi það og stend við það, ég er algjör Essie fíkill! Ég eiginlega vil helst ekkert nota nema Essie naglalökkin og ef ég prófa eitthvað annað þá er ég yfirleitt fljót að fara aftur til baka. Uppá síðkastið hef ég mest megnis notað Island Hopping, sem var hinn fullkomni haust litur að mínu mati og ég hef notað hann nánast stanslaust allann veturinn líka.

IMG_1578

Þegar fór að sumra fór ég að vilja nota aðeins ljósari lit og keypti mér Demure Vix, sem er pínu sanseraður (er það orð?) og ljósari fjólu/bleikur litur, sem ég hef núna notað nánast non-stop

essiedemurevix

Mesta snillding af öllum Essie snilldunum er þó Good to go formúlan sem hraðþurrkar og bætir gljáa við litinn! Ég veit ekki hvernig ég fór að því áður fyrr að setja á mig naglalökk og halda þeim fínum.

essiegoodtogo

Maður einfaldlega skellir á sig tveimur umferðum af lakki, sullar þessu svo einhvern veginn ofaná (þarf ekkert að vera neitt nákvæmt þar sem þetta er gegnsætt) og voilá! Maður getur rúllað sér beint í að setja á rúmið, eða þurrka á sér hárið eða eitthvað annað basl sem yfirleitt veldur því að maður þarf að þrífa af sér lakkið og setja það allt á aftur – nú eða bara líta út eins og útburður!

Instagram: @rebeinars

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *