Essie, ég hef sagt það áður (HÉR) og ég mun segja það aftur… uppáhalds! Ég er varla búin að vera í Bandaríkjunum í heila viku og ég er búin að kaupa mér 6 ný lökk. Mig hafði hlakkað mikið til að skoða nýju Gel Couture línuna sem fæst hérna úti. Essie lofar 14 daga endingu á nýju lökkunum, en öll lökkin eru notum með svokölluðu “Top Coat” sem myndar gel yfirlag á litinn og verndar því litinn lengur og gefur því meiri glans áferð en venjulega. Endingin veltur auðvitað alltaf á hverjum og einum, hversu mikið og hvernig maður notar hendurnar yfir daginn og hvernig neglurnar eru. Lökkin koma einnig í nýjum snúnings glösum, sem mér finnst persónulega skemmtileg tilbreyting, með snúnu bursta skafti sem er hannað fyrir betri notkun og á að koma í veg fyrir að liturinn leki af burstanum.

Essie burstinn

Ég varð örlítið vonsvikin yfir lita úrvalinu hérna úti, en annað hvort kaupa þeir ekki alla 42 litina í línunni, eða þá að þeir eru flestir uppseldir. Flestir litirnir í boði voru pastel ljósir litir, en ég er komin með frekar mikið leið á pastel og hef verið að færa mig í aðra átt þegar kemur að naglalökkum þessa stundina. Ég fann þó tvo liti sem mig langaði að prófa, bæði til að sleppa mér ekki alveg þar sem þetta er ný lína og mig langað að prófa þá áður en ég kaupi fleiri, og vegna þess að litirniar sem voru í boði voru kanski 15 af 42. Ég tók Nr. 350 Gala-Vanting (vínrauði) og 70 Take me to thread (fjólubleiki) – ásamt 00 Top Coat litnum (hvíti).

 70 Take me to Thread00 Top Coat 350 Gala-Vanting

Vörurnar keypti ég sjálf

Ég setti á mig Take me to thread í dag, og er mjög ánægð með litinn, en tók hinsvegar eftir að liturinn þornar dekkri en hann virðist í glasinu, sem er vert að pæla í þegar verið er að velja sér liti. Annars er áferðin mjög falleg, dreyfir sér vel, og auðvelt að bæta við topp lakkinu án þess að draga litinn til.

IMG_2636

Einnig keypti ég mér 3 liti frá venjulegu línunni

742 Pool side service – 843 For the twill of it – 408 Wrapped in rubies

Pool side service for the twill of it Wrapped in rubies

Ég er ótrúlega spennt fyrir sanseruðum litum og er mest spennt að prófa þriðja litinn, þó ég er viss um að þeir séu allir mjög fallegir. Kærastinn minn valdi fyrsta litinn fyrir mig, svo ég skellti honum með líka, en liturinn er örlítið meira útí gráann tón en myndin sýnir.

Ég sá hinsvegar eftir að hafa keypt þessa 3 liti um leið og ég kom uppá hótel því ég mundi að Ameríski burstinn er á þessum lökkum hérna úti, og ég mæli eiginlega meira með að fólk kaupi lökkin á Íslandi eða í Evrópu. Ég persónulega þoli ekki Ameríska burstann því hann er svo mjór og þarf því fleiri ferðir á nöglina, annað en Evrópski burstinn sem ég þarf yfir leitt bara að renna 1-2 yfir nöglina í hvert skipti.

Hvað eru uppáhalds lökkin ykkar?

xx

2 comments

Reply

Sama hér, ég er forfallinn Essie aðdáandi, þau endast bara svo vel og lengi. 🙂

Reply

Ég veit! Ég er hætt að reyna að kaupa önnur lökk afþví ég enda bara á að setja þau ofaní skúffu og fara aftur í Essie litina mína! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *