Ég vaknaði á þessum sunnudegi við haustið – 30 gráðurnar sem voru hérna í fyrradag eru farnar og þrumur, eldingar og rigning er búið að eiga daginn…

Eins og er þá sit ég ein í stofunni með kertaljós meðan allir aðrir fjölskyldumeðlimir sofa…. Ég er búin að stúdera allt sem vantar í stofuna mína í dag – tók saman það sem vantar (og eitt sem er komið)

Sofan

Mig langar í hangandi ljós í hornið á stofunni sem hægt er að dimma þegar veturinn og dimman koma…

Scarlett hangir hér í stofunni og ég ELSKA hana – þessi mynd er svo skemmtileg og flestir sem koma inn pæla í henni á einhvern hátt…Bjarki spurði mig hvaða karl þetta væri fyrst þegar ég tók upp Scarlett úr sendingunni minni!

Góð teppi og ilmandi kerti er must hjá mér fyrir veturinn – mér er sama hvort ilmkertin koma úr IKEA eða úr fínni búðum , ég elska ilmkerti!

Okkur Bjarka langar í stofuborð en einhvern veginn held ég að við þurfum að láta þau kaup bíða þar til skottan okkar verður amk 1 árs til að forðast skriðslys og völtu mánuðirnir eru búnir.

XX

DRÍFA

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *