Ég er orðlaus! Eru fleiri hér sem sáu Fendi sýninguna í Róm rétt í þessu?? Gamli seigur sýnir sig og sannar með hverri sýningunni á fætur annarri! Fyrir þá sem ekki vita (og eiga sér augljóslega líf annað en ég) að þá er Karl Lagerfeld Creative Director hjá Fendi, en hann er einnig með lífstíðar samning hjá Chanel (framtíðar vinnustaðnum mínum ;)). Hann er ekki meira né minna en 82 ára gamall, aldrei verið sprækari, og sýnir hér og sannar enn og aftur að enginn kemst með tærnar þar sem að hann er með hælana.

Í kvöld fagnaði Fendi 90 árum í tísku í Róm, ofaná/oní? Trevi gosbrunninum… hvorki meira né minna! Engin önnur en mitt uppáhald Kendall Jenner opnaði sýninguna og var æðisleg eins og alltaf.

Kendall-Jenner-Walks-on-Water

Er ég ein um að finnast hún fullkomin? Dugleg og virðist vera nokkuð heilsteypt miðað við allt!

Fendi @britishvogue

Ég fæ hroll – Career goals!

Mynd fengin af Instagram: @britishvogue

Fendi @britishvogue plain

Liðið var allt flogið frá París til Rómar í Fendi þotu

Mynd fengin af Instagram: @britishvogue

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *