Ég verð að viðurkenna að ég er einhver ótrúleg tilfinningabomba í dag, settist hér niður við tölvuna og ætla leifa fingrunum að tikka í takt við tilfinningarnar.

Samfélagsmiðlar sína oft bestu myndina af öllu – glansinn – allt það flotta, það sem gengur upp. Það sem ekki er alveg að ganga eða þarf að vinna fyrir er yfirleitt ekki sýnt frá fyrr en markmiðunum er náð.

Síðastliðin tvö ár hjá okkur fjölskyldunni hafa verið….já, barningur.
Fyrir tveimur árum síðan, nýtrúlofuð með tvö lítil börn, ákváðum við hjónakornin að tíminn væri kominn til þess að láta drauminn okkar rætast og stofna fyrirtækið okkar LOUD KIDS COPENHAGEN. Ég man það enn í dag þegar við sátum inni í stofu hjá okkur í Danmörku og tókum ákvörðunina – ég hélt áfram að vinna 100% vinnu og Erik tók að sér að taka fyrstu skrefin að þessu stóra verkefni okkar. Áður en við vissum af var allur okkar frítími komin í að vinna í fyrirtækinu okkar, datenight voru skipt út fyrir vinnukvöld og brúðkaupinu okkar slaufað til þess að fjármagna fyrirtækið okkar.

Draumurinn okkar var að rætast, ákvöðrunin var tekin og við vissum hvernig við vildum byggja upp fyrirtækið okkar. Sameiginlegur áhugi okkar á Barnatísku og gæða fatnaði á börn var brennan og hvatningin. Við vorum að fara að opna vefverslun, við vorum að fylgja sameiginlegum draumi okkar beggja. Við vorum þó ekki búin að vinna lengi að verkefninu okkar þegar fyrstu hurðinni var skellt beint í andlytið á okkur. Fjárfestar sem enga trú höfðu á okkur, félag ný uppsettra fyrirtækja sem sá enga leið fyrir okkur að vaxa …. jú af hverju ætti vefverslun með barnavörum á þessum “kalibera” að virka?

Neiunum snérum við upp í möguleika, og með mikilli vinnu, svefnlausum nóttum og endalausum umræðum á milli okkar sáum við leiðina út – leiðina til þess að halda áfram og sveigja fram hjá neikvæðum einstaklingu, fólki sem enga trú höfðu á okkur.

Við með hjálp náinna komum af stað svakalega flottri vefsíðu, dætur okkar hjálpuðu okkar með að módelast og nutu þess að fá að hjálpa foreldrum sínum, vinir sem voru tilbúnir að sitja klukkutímunum saman og brainstorma með okkur, stutt við okkur. Foreldrar sem töluðu í okkur kjarkinn þegar hlutirnir ekki voru að ganga upp … hvar værum við án þeirra allra?

Í dag er vefverslunin okkar orðin tveggja ára. Við tölum daglega við ánægða, þakkláta viðskiptavini. Fáum skilaboð með myndum af svo ótrúlega fínum og flottum börnum og unglingum um allann heim sem eru svo ánægð með fötin frá okkur. Þetta er stæðsta hvatning sem við gætum fengið.

Að hugsa til baka til allrar vinnunar, stressins og tárana – að hugsa til baka til kvöldsins sem ákvörðunin var tekin og sjá okkur hér sitja saman enn, sterkari en aldrei fyrr og geta LOKSINS sagt ykkur frá því að við erum að opna fjórar … JÁ F J Ó R A R verslanir hér í Danmörku innan skamms í stæðstu verslunarkeðju Danmerkur og fleiri í samningsviðræðum í Þýsklandi, Hollandi, Belgíu, Spáni, Indónesíu og Kanada.


VÁ hvað við erum komin langt og VÁ þetta ferðalag !!

Ekki láta neikvæða einstaklinga draga ykkur niður. Ekki taka Nei-inu, snúið því upp í möguleika – hunsið neið-ið !

Ég er svo full af þakklæti til allra þeirra sem hafa haft trú á okkur, sem hafa hjálpað okkur, staðið við bakið á okkur og  allra viðskiptavina okkar í gegnum þessi tvö ár.
Takk til allra Íslenskra viðskiptavina okkur !!!

Með þakklæti okkar viljum við gefa Íslenskum viðskiptavinum okkar -40% og fríja heimsendingu til Íslands af öllu nema skóm á vefsíðunni okkar: www.loudkidscopenhagen.com í eina viku.

KÓÐINN ER: 2thankful

Enn og Aftur

TAKK

One comment

Reply

Til hamingju Alexandra mín. 🇩🇰❤️🇮🇸

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *