Nú er ég búin að pæla svolítið í samviskubiti. Ég var einu sinni föst í vítahring þar sem ég borðaði nokkuð hollt alla daga en datt svo alltaf í sukk á kvöldin. Það leiddi til þess að ég sofnaði öll kvöld með samviskubit, vigtin haggaðist ekki og mér leið hræðilega með sjálfan mig. Einn daginn ákvað ég svo að hætta þessu. Ég minnkaði jú sætindin til muna og fór að hugsa um hvað ég lét ofan í mig. En ég ákvað líka að þegar ég myndi leyfa mér að fá mér sætindi myndi ég ekki vera með nagandi samviskubit yfir því.

1

Samviskubit er nefnilega frekar merkilegt ef maður pælir í því. Það er slæm tilfinning og vanlíðan  yfir einhverju sem er búið og gert. Þessi tilfinning hefur engan tilgang! Samviskubit er ekki að fara að breyta fortíðinni eða hjálpa manni að fást við framtíðina. Eina sem samviskubit gerir er að ýta undir vanlíðan.

Nú er ég ekki að segja að allir eigi bara að panta pizzu þrisvar í viku og vera sátt með það. Alls ekki. En fyrir þá sem eru að taka til í sínu mataræði er nauðsynlegt að átta sig á því að það er ekki hægt að halda mataræðinu alltaf 100%. Það er algjörlega eðlilegt að fara aðeins út af sporinu af og til. Það er bara hluti af því að lifa heilbrigðum lífstíl.

Ég dett alveg stundum í leti gírinn og panta mér pizzu í miðri viku eða fæ mér ís á mánudegi. En það er þá meðvituð ákvörðun. Í stað þess að fá samviskubit yfir því þá reyni ég frekar að njóta þess og halda svo mínum heilbrigða lífstíl áfram næsta dag. Það mikilvægasta í þessu er nefnilega að láta ekki smá feilspor eyðileggja fyrir sér og halda að allt sé ónýtt. Það er líka mikilvægt að refsa sér ekki fyrir sukkið með því að taka extra langa æfingu eða borða ekkert nema brokkólí daginn eftir. Aldrei nota hreyfingu og hollan mat sem refsingu – þá eruði búin að tengja það við eitthvað sem er neikvætt. Hugsið frekar um að læra af reynslunni og nýta þessa auka orku í að taka extra vel á því í ræktinni.

plottwist

Ef þetta kallast LÍFSTÍLL þá er smá sukk hér og þar partur af programmet!

Lilja Rún

Snapchat: liljarunj

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *