GetImage-2

Eitt af uppáhalds merkjunum mínum er án efa Ferm living, sem er danskt hönnunar merki. Stofnað árið 2005 af henni Trine Andersen, þá sem litið grafískt studio. Undan farin ár hefur Ferm stækkað mjög ört og er orðið eitt  fremsta hönnunar merki Danaveldis í dag.

GetImage-9 GetImage-8

Í dag vinna margir hönnuðir hjá Ferm living, enda ekki skrítið þar sem þeir eru með margar línur, t.d barna, heimils og eldhúslínu. Núna á dögunum birtu þau myndir af nýjustu línunni sinni, LIVING AW 2016. Það er bara eitt orð til að lýsa henni VÁ!!! Án efa ein flottasta línan sem hefur komið frá þeim.

GetImage-3 GetImage-4 GetImage-5

Ilmkerti, kertastjakar og fallegir kaffibollar.

GetImage-1

Ný viðarbretti og ljós

9315_1 7566_3 5540_2

Æðisleg barnalínan í ár, fallegar svuntur, leiktjöld og mottur.

960126_4 9265_2

Hillur og baðsloppar, hversu flott!!!

5365_1 5365_5

Ég verð að viðurkenna, ég er algjör “sökker” fyrir fallegum boxum og þessi hér eru algjör draumur.

5122_4

Ljós og aftur ljós, loksins kemur Ferm með flott hangandi ljós.

5122_2

Ég er ekki mikið fyrir bleikt, en mig dreymir um þetta ljós, langar að setja það inn á baðherbergið mitt, þegar það verður tilbúið.

GetImage

Þessi motta…… VERÐUR mín 🙂

GetImage-3 GetImage-2

Kollar í öllum regbogans litum og fullt af nýjum og “djúsí” púðum.

GetImage-1Og JÁ…. vinsælu vírkörfurnar eru að koma í BRASSI, sjúklega flottar. Þessar elskur eiga eftir að vera enn vinsælli en hinar.

GetImage-6

Ég get ekki beðið eftir að fá þessa línu í Hrím, það verður ekki fyrr en um lok október sem öll línan verður komin í hús.

Þau mánaðarmót mun ég ekki fá mikið útborgað, það er alveg bókað. Ég starfa sem verslunar og innkaupastjóri í Hrím Hönnunarhús ef þið eruð að velta því fyrir ykkur 🙂

IG: svavahalldorsdottir

Þangað til næst

-Svava Halldórs-

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *