Núna er 1,5 vika búin af sumarfríinu okkar… og samt 2 vikur eftir! Dásamleg tilfinning… við erum búin að gera, sjá og upplifa svo mikið og eigum samt alveg heilann helling eftir. Akkúrat núna sit ég bleik og skaðbrunnin uppá hótel herbergi að kæla á mér lærin og telja moskítóbitin… so far er ég komin uppí 27 fyrir neðan hné… þetta er ekki allt saman eintóm gleði og lúxus. En ég er ekki að kvarta þar sem að fegurðin hérna er ótrúleg, hitinn góð tilbreyting frá Danska loftslaginu og hita stigið á sjónum eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður. Ég ættla að koma með gott blogg seinna um Miami með alskonar tipsum og stöðum til að sjá, en við ættlum að kíkja í Everglades á morgun og sigla með krókódílunum og á miðvikudaginn ættlum við að keyra til Key West að skoða strendurnar og útsýnið þar.

En við vorum í Orlando í 3 daga áður en við keyrðum til Miami. Það sem stóð mest uppúr í þeirri ferð var ferðin í Harry Potter garðinn hjá Universal Studios, sem stóð allar væntingar og meira til. Ótrúleg details og metnaður settur í þennan garð og við vorum gapandi frá því við komum inn og þar til við fórum út aftur mörgum tímum seinna og gengin upp að hnjám!

IMG_2117

Hogsmeade IMG_2173

Hogsmeade

IMG_2168

Hogwartz IMG_2113

Inngangurinn inní Hogwartz sem er skólinn í bókunum

IMG_2209

Gringotts Bankinn og drekinn úr bók 7

IMG_2192

Já þetta var alvöru eldur sem drekinn spúði! Ég hef aldrei séð annað eins

Við keyptum okkur butter beer, súkkulaði froska, fórum í Honey Dukes, keyptum Skiving Snackboxes, floopowder, Dr. Filibuster, Museum of Muggle Curiosities, Weasley Wizard Wheezes, Diagon Alley, Hogwartz, Hogsmeade, Quidditch búð, Ollivanders, tókum Hogwartz Express frá palli 9 3/4 á milli garða, skoðuðum skólabækurnar þeirra og lengi mætti telja! Þessi garður er ótrúlegur… fyrir ykkur sem lesið bækurnar þá eruði eflaust að skilja hvað þetta var skemmtilegt hjá okkur, fyrir ykkur hin, sorry! 😉

En við erum bæði 100% Harry Potter fans! Ég er kanski svona 7-8 af skalanum 10, þannig ég er kanski ekki svo slæm að ég skrái mig í live action role play (þó það væri ábyggilega geðveikt!), en ég er alveg nálægt því! Ég er ábyggilega búin að lesa bækurnar svona 30+ sinnum og á hljóðbækurnar líka. Kærastinn minn er ekki svo mikið fyrir að lesa afþví að hann getur ekki haldið sér vakandi yfir bókum, en ég fékk hann til þess að hlusta á hljóðbækurnar og ég mæli með því þegar maður er í sólbaði eða að ferðast og nennir ekki að taka með sér bækur útaf kílóa takmarkinu, eða heima að elda/baka eins og hann gerir. Fyrir ykkur sem skiljið ekkert í þessari vittleysu í mér, þá prófiði að lesa bækurnar! Þær eru of góðar og það væri ekki búið að selja 450 milljón eintök útum allann heim ef þær væru ekki góðar.

8 bókin kom einmitt út í dag, og ég er að sjálfsögðu búin að næla mér í eintak, en HP á einmitt afmæli 31. Júlí 😉

IMG_2049 IMG_2043

xx

INSTAGRAM: @rebeinars

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *