Eins og ég sagði ykkur frá að þá erum við á leiðinni í 3 vikna sumarfrí í næstu viku. Við byrjum á Íslandi í 3 daga, brúðkaup og afslöppun með fjölskyldunni minni. Við fljúgum svo beint til Orlando, og ættlum að eyða nokkrum dögum þar. Eftir Orlando er planið að keyra strandlengjuna til Miami og Key West. Ég hafði aldrei heyrt um Key West fyrr en kærastinn minn spurði hvort ég væri til í að bæta því inni ferðina okkar, og ég get sagt ykkur að ég var EKKI vonsvikin þegar ég googlaði staðinn!

cf2e4d8d-5673-42bb-a536-5e7ba206f5c0~rt_-cr_-rs_1024.h

Key West er eyjaklasi á syðsta punkti Flórída – eyjarnar eru tengdar með brú sem teygir sig allt í allt 12 kílometra og á keyrslan að vera með því fallegra sem maður getur séð í Flórída. Planið er að keyra alla leiðina á syðsta punkt, og stoppa svo á nokkrum af eyjunum og njóta þess að dýfa tánum í glærann sjóinn og snorkla í kórlrifunum (það á þó eftir að koma í ljós hvort ég þori því 😉 ).

bafb83c15e36bd76c414c0cb61baeadc

Key-west-Diving

Miami-key-west-1

Myndirnar eru allar af google en ég get ekki beðið eftir að komast þangað með mína eigin myndavél og deila með ykkur fegurðinni!

Þangað til næst!

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *