Fuck It …
…. að ég verði sein í vinnuna, því ég hleypti bílnum fram úr mér sem beið eftir að fá að komast út úr hliðargötunni.

Fuck It …
… að maturinn komi örlítið seinn á borðið í kvöld, því ég hleypti konunni með þreyttu börnin fram úr mér í röðinni í búðinni áðan.

Fuck It …
…. að ég sé þreytt í fótunum, stöndum samt upp fyrir gömlu konunni/manninum í strætó, óléttu konunni, eða manneskjunni með barnið.

Fuck It ….
… að ég sé þreytt eftir langann vinnudag, gefum okkur samt tíma til þess að blanda geði við þá sem verða á vegi okkar, brosa og bjóða góðann dag/kvöld.

Við erum svo alltof, alltof upptekin af okkur sjálfum nú til dags. Svo alltof upptekin af okkar eigin lífi að við gleymum að lýta í kringum okkur, brosa til náungans og bjóða góðann daginn á morgnanna. Við erum of upptekin að drífa okkur heim að við gleymum að hjálpa þegar við höfum tök á. Við erum svo upptekin af okkar eigin rétti í lífinu að við gleymum að taka stundum skref til baka og hleypa öðrum að.

Leggjum það í vana okkar að vera örlítið kurteisari – hjálpsamari og eftirtektarsamari 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *