Ég hef eytt alltof mörgum afmælum í að vera hálf sorgmædd og ómöguleg yfir því að vera nú árinu eldri og græt hver áramótin sem líða afþví mér finnst alheimurinn vera að dangla skeiðklukku lífsins fyrir framan nefið á mér og hlægja. Hvert ár þegar fer að læðast að afmælisdeginum mínum fer ég smátt og smátt að efast um allt sem að ég er búin að gera við líf mitt, saka sjálfa mig um að vera ekki búin að gera meira og panikka yfir því að nú sé nú enn eitt árið búið og ég sé ekki búin að áorka neinu (stundum erfitt að vera alltof kröfuharður við sjálfann sig).

Fyrir sirka 3-4 árum síðan ákvað ég að setja sjálfri mér nokkur markmið; lífs-, starfsframa-, persónuleg markmið. Ég ákvað að þar sem að ég væri nú bara ein manneskja að þá gæti ég mögulega ekki sigrað heiminn í einni bendu en frekar kanski bara nokkur markmið í einu. Ég settist niður og eyddi nokkrum dögum í að rembast við að skrifa niður þá hluti sem mig langaði til að fókusa hvað mest á, hvernig ég ættlaði mér að ná þessum markmiðum og valdi svo út 5 sem skiptu mig mestu máli – það kom mér einnig mikið á óvart hvað stóð uppúr á endanum.

11415286_10152965653937569_5557690821766746081_n 1498822_10153368100932569_5706577207001519630_o

Það sem ég komst að, var að mörg af mínum upprunalegu markmiðum voru hálf heilalaus, illa úthugsuð og eiginlega bara ekkert fyrir sjálfa mig – heldur meira það sem að mér fannst að ég ætti að vera, frekar en manneskjan sem ég vildi vera. Það var eiginlega smá eins og einhverri hulu hafi verið lyft af augnum á mér og allt í einu var allt mikið bjartara (ég er ekki að reyna að vera dramatísk – en svona leið mér akkurat þá). Ég get eiginlega ekki lýst því, en þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað ég hef eytt mikilli orku í að reyna að passa í eitthvað mót, sem ég hef einhvern veginn talið mér trú um að ég vildi passa í, og áttaði mig á því hvað það var sem ég vildi að þá færðist ákveðin ró yfir mig.

Þegar markmiðin voru komin niður á blað (það hjálpar nefninlega oft til að sjá það svart á hvítu) að þá fannst mér auðveldara að plana mig, taka næsta skref og fylgja því eftir – þremur árum seinna gat ég stolt sett “Check” við öll markmiðin sem ég setti mér, en þó eftir mikla vinnu og streð – ekki má gleyma því.

í dag á ég afmæli – 29 ára gömul – og mér varð hugsað til þeirra sem ég þekki, eða þekkti, sem hafa ekki notið þeirrar lukku að fá að eldast og hafa verið teknir alltof snemma frá okkur, og ég áttaði mig á því að það er hálfgerð vanvirðing við þau að ég skuli sitja hér og gráta yfir að fá að verða eldri… að fá að búa erlendis, með manni sem ég elska meira en nokkurn annan mann sem ég hef verið með, með fjölskyldu og vini sem vilja allt fyrir mig gera, með vinnuna sem ég eitt sinn bað guð að hjálpa mér að fá (sem ég trúi samt eiginlega ekkert á – ég þrái bara svo mikið að fá þetta tækifæri að ég var tilbúin að reyna allt), að fá að ferðast um heiminn, bæði með vinnunni sem ég þráði svo heitt og manninum sem ég elska, og frelsi til að fylgja öllum þeim draumum sem ég get látið mér detta í hug að fylgja – ég er nefninlega eina manneskjan sem hefur stoppað mig í því áður.

11222696_10153216446202569_1767545083154176353_o 12307347_10153326254732569_170889731190260955_o 12080080_10153231848832569_634762277411283078_o 13346381_10153722804697569_9203776489729429306_o

Ég hætti nefninlega að mæla mína hamingju við annarra hamingju og einbeitti mér frekar að því að finna hlutina sem veittu mér hamingju.

13958176_10153890512627569_7713331269010770697_o 13139191_10153660768257569_7534749541711617115_n

Afmælisdeginum eyddi ég með besta manni í heimi og fjölskyldunni í gegnum Facetime – borðaði ís uppí rúmi – opnaði pakka – fór í brunch – göngutúr um nágrennið – og svo er stefnan tekin á að gefa Beyonce að borða (heimilislausu kirkjugarða kisunni sem við “ættleiddum” afþví við megum ekki hafa kisu hér) og enda daginn á steik og meððí – er lífið ekki bara helvíti fínt?? 🙂

xx

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *